1.12.2008 | 16:11
Elsku Geir ekki fara
Ég grátbið stjórnvöld að sitja sem fastast og helst að afnema kosningarnar 2011 til að hlífa okkur við því stjórnarfari sem þarna er boðað og ætla ég að nú sé loks komið fram hvaða stjórnarfar fólk það vill innleiða sem hafið hefur upp raust sína undanfarið.
Vargastefna við Stjórnarráð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Efni
Færsluflokkar
Bloggvinir
- gammon
- benediktae
- bjarnihardar
- bjarnimax
- gattin
- eeelle
- ea
- gesturgudjonsson
- gisliivars
- neytendatalsmadur
- gretarro
- gelin
- morgunn
- zumann
- hreinn23
- gullvagninn
- skulablogg
- heidathord
- heimssyn
- helena
- helgigunnars
- drum
- hrenni
- hogni84
- johanneliasson
- jonvalurjensson
- krist
- solir
- oliskula
- os
- ragnar73
- fullvalda
- fullveldi
- nafar
- sigaxel
- sigurduringi
- siggisig
- sisi
- sigurjonth
- solthora
- summi
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- thordisb
- tbs
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Spurt er
Lifir stjórnin út mánuðinn
Nei 49.3%
Já 50.7%
69 hafa svarað
Myndaalbúm
Eldri færslur
- Desember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Apríl 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Ágúst 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 235077
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þessi eina galdrakona semsagt þverskurður af öllum mótmælendum? Eru semsagt til a.m.k. 6000 galdramenn og galdrakonur á Reykjavíkursvæðinu?
Theódór Norðkvist, 1.12.2008 kl. 16:14
Þessi blessuð kona á bágt, en það bætir ekki úr, að gera sig að fífli frammi fyrir alþjóð. Guð gefi henni hugarró.
Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 16:23
Þessi kona (norn og stjórnleysingi) Eva Hauksdóttir mælir með því að kornabörnum fé fórnað af mæðrum þeirra með því að leggja þau fyrir vinnuvélar til að stöðva virkjunarframkvæmdir.
Sjá nánar: http://sapuopera.blog.is/blog/sapuopera/entry/601346/
Lesið ekki bara innganginn, heldur athugasemdirnar og tilsvör Evu Hauksdóttur þar sem hún mælir með slíkum kornabarnamorðum!!!
Með kveðju, Björn bóndi.
Sigurbjörn Friðriksson, 1.12.2008 kl. 17:58
Þú ert duglegur að gera þér upp skoðanir hennar Evu Sigurbjörn Friðriksson og krydda þær með dassa af eigin útúrsnúningi, ertu kannski flokksbundinn Sjálftökuflokknum ?
Sævar Einarsson, 1.12.2008 kl. 18:10
Hvaða stjórnarfar var boðað þarna? Ég hef greinilega ekki lesið mitt eigið kvæði nógu vel.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 11:59
Blessuð Eva sé skilningur minn er réttur var kveðið fyrir burtför stjórnvalda.
Fari stjórnvöld tekur við stjórnarfar sem kallað er stjórnleysi og það er mér ekki að skapi.
Hvort sem fólki líkar það betur eða verr var þessi stjórn kosin lýðræðislegri kosningu og næstu kosningar til alþingis eru 2011 þannig að það er bull að tala um að þessi stjórn sitji ekki í umboði
þjóðarinnar þetta er ein sterkasta stjórn sem hér hefur verið í óratíma.
Ef að ætti að miða lýðræði við skoðanakannanir væri ríkjandi stjórnlaust kaos i veröldinni og
ef við færum út í það að flýta kosningum ef að skoðanakannanir sýna lítið fylgi á þá ekki að seinka kosningum ef að fylgið er mikið.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2008 kl. 16:25
Hvernig dettur þér í hug að stjórnleysi taki við þegar þessi ríkisstjórn fer (og slatti adf spilltum embættismönnum með henni)? Sýnist þér vera einhver skortur á fólki sem vill stjórna? Ég hef engar áhyggjur af því að landið verði stjórnlaust.
Ef þú ræður mann í vinnu og hann sefur í vinnunni, stelur frá fyrirtækinu, hjálpar öðrum til þess, eða misnotar aðstöðu sína á annan hátt, þá rekur þú hann, jafnvel þótt þú hafir gert við hann ráðningarsamning til fjörugga ára. Þegar valdamiklir menn bregðast gjörsamlega missa þeir rétt sinn til valda.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 17:03
Blessuð Eva Það er mikið talað um spillta embættismenn en minna um dæmi um embættismenn sem eru spilltir eigum við bara að reka dash af fólki af því að sagt er að það sé spillt. Ég sé heldur ekki að núverandi valdhafar hafi misnotað aðstöðu sína það getur vel verið að mér finnist þeir hafa gert arfavitlausa hluti en það er ekki misnotkun á valdi og ég sé heldur ekki hvar þeir hafa brugðist gjörsamlega aftur á móti tel ég að menn sem að lýstu því yfir að þeim bæri margföld ráðherra laun vegna þess hve ábyrgð þeirra var mikil hafa brugðist gjörsamlega og það er ofar mínum skilningi hve mikinn frið frá gagnrýni fólksins þeir fá. Það var ekki ríkistjórn Íslands sem að lofaði einhverri ávöxtun á innistæðum eða stofnaði fyrirtæki til að kaupa hlutabréf til að halda uppi verði fyrirtækja og ég sé ekki að hún geti borið ábyrgð á því.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2008 kl. 18:48
Það er ekkert erfitt að finna nöfn spilltra embættismanna, það er nóg af þeim. Við getum byrjað á að skoða mannaráðningar innan dómskerfisins ef við viljum sjá skýr dæmi um spillingu. Jájá, bankastjórar og hjálparkokkar þeirra þurfa líka að fjúka. Það þarf að koma lögum yfir útrásarliðið. Það sem liggur þó mest á er að eftirlitsaðilarnir sem brugðust og ríkisstjórnin sem hefur rekið þá öfgafrjálshyggju sem hefur komið okkur í þessa stöðu, pilli sig og það hið snarasta.
Það er vissulega misnotkun á valdi þegar upplýsingum sem varða framtíð þjóðarbúsins er haldið leyndum í skjóli trúnaðar, einkum ef það er til þess að halda hlífiskildi yfir braski og blekkingum.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:25
Blessuð aftur Eva.
Mannaráðningar innan dómskerfisins hafa verið umdeildar og oft kallaðar spilling en ég veit ekki til að spilling hafi sannast í neinu af þeim tilfellum nema það að ráða fólk tengt fólki í ábyrgðarstöðum sé spilling eins og sumir vilja meina en þá erum við farin að mismuna fólki eftir ætterni og engin ræður því hvar og af hverjum viðkomandi er borin í þennan heim.
Þess vegna vil ég ekki kalla mannaráðningar af þessum toga spillingu heldur slæma stjórnun og varla það því að það er ekki eðlilegt að einstaklingur sem aðhyllist ákveðnar skoðanir sé útilokaður frá þátttöku í þjóðmálum vegna þess að fólk með sömu skoðanir er við stjórnvöld og það hlýtur að vera eðli hvers stjórnmálafls við stjórn að ráða fólk sem aðhyllist sömu skoðanir það er einfaldlega eðlilegt form stjórnunar.
En ég er ekkert ósammála þér í því að hér sé spilling mér finnst einfaldlega að það eigi þá að benda á skýr dæmi um hana einkavæðing bankana gæti til dæmis verið dæmi um spillingu en þá þarf að benda á og sanna hana áður en hægt er að fullyrða að hún hafi átt sér stað.
Ég er á öndverðum meiði við þig um að eftirlitsaðilar pilli sig það er full þörf á þeim núna það þarf frekar að styrkja þá og setja skýrari vinnureglur. Við skulum heldur ekki gleyma því að það sem að hluta til olli þessari kollsteypu var hið svokallaða fjórfrelsi sem að við kunnum einfaldlega ekki með að fara. Það er ESS samningurinn og það er frekar hjákátlegt að mínu mati að þeir sem tala um öfgafrjálshyggju hafa margir einnig hæst um haftastefnu í augnablikinu.
Þessu er ekki beint til þin hef enga þekkingu á skoðun þinni á þessum málum.
Það er þunn lína á milli þess að gæta trúnaðar og þess að halda upplýsingum leyndum við skulum gæta að því að upplýsingar eru mörgum dýrmætar og hægt að misnota þær þannig að oft á tíðum tel ég að það sé betra að fjalla ekki um þær fyrr en að loka ákvörðun hefur verið tekin.
Síðan verð ég eiginlega að segja það að eftir að hafa tórað til dæmis 113% verðbólgu, Ólafslög, Tvö núll aftan af krónunni og ýmis önnur áföll á þeirri vegferð minni að vera Íslendingur finnst mér þetta áfall svo sem ekkert öðruvísi en fyrri áföll.
Okkur hættir líka til að hlutgera þetta þannig að það sé einungis hér sem allt er í kalda koli og það sé einungis Davíð og Geir að kenna en á mbl í kvöld er frétt um að fasteigna verð í Bretlandi hafi fallið um allt að 60% og fasteignabólan þar sé sprunginn. Varla er það áður nefndum einstaklingum að kenna.
Þar með er ég ekki að segja að það eigi ekki að rannsaka málin heldur að segja að við skulum ekki gefa okkur ástæðuna fyrir þessum skell fyrirfram.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 2.12.2008 kl. 22:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.