Ég hafði trú á þessu

Ég hafði trú á þessu þangað til ég las að Greiningardeild Glitnis hefði það líka þá fór ég að efast.
Ég hef nefnilega ekki margar reglur í lífinu en þær sem að ég hef eru flestar byggðar á reynslu.

Ein þeirra er að vera á öndverðum meiði við greiningardeildir bankanna þær hafa reynst mér ver heldur en Veðurstofan.

Aðra reglu hef ég líka það er að vera á öndverðum meiði við skoðanir Vilhjálms Egilssonar en það er ekki byggt á neinni sérstakri reynslu frekar svona af því bara.

Svo nú er ég í vondum málum hvort á ég að vera með eða á móti byggt á þessum tveimur reglum. Held ég láti bara kjurt liggja og sofi á málinu.
mbl.is Nauðsynleg aðgerð en ekki sársaukalaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband