29.11.2008 | 00:47
En rennur upp mótmæla laugardagur.
En á ný rennur upp laugardagur því miður held ég að þetta verði laugardagur sem að verður í manna minnum og það ekki af góðu ég held að það sjóði upp úr í dag, en vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Af hverju held ég að það sjóði upp úr, vegna þess að mótmælin hafa svo til eingöngu verið fólgin í því að vilja bera út lýðræðiskjörna stjórn landsins og skipta um stjórn í seðlabankanum hvað á að koma í staðinn hefur vantað.
Ef mótmælin eiga að ganga áfram þá verða þau eins og önnur mótmæli að hafa eldsneyti til að kynda undir ólgunni það dugar ekki til lengdar að hrópa vilja sinn fyrr en seinna vill fólkið sem að hrópar aðgerðir og í því er hættan á að sjóði upp úr falin.
Atburðirnir við lögreglustöðina á Hlemmi í síðustu viku eru dæmi um slíkar aðgerðir sem hefðu getað farið illa úr böndunum og við eigum í raun að hrósa lögreglunni fyrir að halda ró sinni í þessu tilfelli.
Það er líka að koma í ljós að í raun er sennilega mun minna fylgi með því að henda núverandi stjórnvöldum út heldur en fólk hélt, að sumu leiti er það vegna þess að það eru engir valkostir og að öðru leiti er það vegna þess að þetta er lýðræðiskjörin stjórn sem að á að sinna verki sínu hvort sem að það er erfitt eða létt og á að bæta fyrir misgjörðir sínar með því að taka til eftir sig og skila búinu af sér þegar búið er að sigla í gegnum það versta.
Þegar ljóst er að krafan um stjórnaskipti mun ekki fram ganga er hætta á því að svokallaðir aktivistar muni reyna að koma af stað atburðarrás sem leitt gæti til þess að hugmyndir þeirra næðu fram að ganga nokkurs konar Íslenskum Bastilluatburðum því annars er hætta á að mótmælin hreinlega deyi hægt og rólega.
Ég tel því að skipuleggjendur mótmælanna á morgun ættu að afboða þau það hafur sýnt sig að það er ekki hægt að hafa stjórn á atburðarrásinni og þetta mæta fólk setur sjálft sig í hættu með því að taka ábyrgð á samkomunni.
Ég tel að ekki hægt að afsegja ábyrgð á ákveðnum hópum sem taka þátt í mótmælunum ef að fólk er boðað á staðin til að mótmæla. Skipuleggjendur hljóta að bera ábyrgð á öllum pakkanum að mínu mati.
Ég er einn af þeim sem flokkast sennilega undir hugleysingja að mati mótmælenda því að ég mæti ekki og ætla ekki að mæta á þessar samkomur.
Það er ekki af því að ég sé ekki reiður það er ekki af því að ég vilji ekki mótmæla heldur vegna þess að ég sé ekki gagnið í að mótmæla með því að hrópa stjórnina burt Davíð burt berum þá út og henda síðan eggjum í Alþingishúsið, verja það að Bónusfáni sé dregin þar að hún og brjóta upp hurðir á lögreglustöð.
En ég er tilbúin í önnur mótmæli eins og til dæmis kröfu um að þeir sem týndu öllum peningum Gildis sæti ábyrgð að krosseignatengslum og fjármálahringekjum útrásarvíkinga verði mætt með því að hætta að versla við fyrirtæki þeirra, bensínverði verði mótmælt með því að hætta að skipta við eitt félag eða þá að skortur á vilja banka til að upplýsa um það sem mætti kalla grunsamleg viðskipti verði svarað með því að almenningur taki peningana sína út út viðkomandi stofnun.
Það er af nógu að taka til að mótmæla og margt af því mun meira áríðandi, heldur en því sem hefur verið mótmælt hingað það er til dæmis forkastanlegt að fyrsta verk peningastofnunar sem að gefið er í skyn að hafi gert eitthvað rangt er ekki að leggja spilin á borði og sanna sakleysi sitt heldur að hefja skipulega leit að sökudólg og kynna það að það sé glæpsamlegt að kjafta frá.
Eða að útrásarvíkingur sem að enn hefur lánstraust fyrir miljörðum skuli ekki hreinlega upplýsa um það hvar lánstraustið liggur ef að allt er á hreinu þá get ég ekki séð skaða af því heldur miklu frekar réttsýni og virðingu fyrir fólki sem að hefur stutt viðkomandi.
En tók eitthvert okkar peninginn okkar eða það sem eftir var af honum út úr bankastofnuninni til að leggja áherslu á skoðun okkar og hefur nokkurt okkar breytt því hvar við verslum til að leggja áherslu á það að við viljum fá öll spilin upp a borðið. Svarið er nei.
Ég tek það fram að ég vil fá spilin upp á borðið hjá öllum fjármagnsfurstunum það voru jú þeir sem að tóku við peningunum okkar notuðu þá og ættu að vita hvar þeir eru.
En ég vona að ég hafi rangt fyrir mér með daginn í dag og hvet þá sem að ætla að mæta að halda stillingu sinni og muna að sagan dæmir atburði líðandi stundar og foreldra vil ég hvetja til að gæta að börnum sínum og kenna þeim að það er engin stíll yfir því að mæta með lambhúshettur á höfðinu til að segja skoðun sína í lýðræðisríki ekki þá nema til varnar gegn kulda.
Sjálfur hefði ég ekki farið með börn mín í þær aðstæður sem geta skapast á svona samkomum enda hef ég alltaf talið að mér bæri að sjá til að þau nytu alltaf fyllsta öryggis og væru ekki sett í óþarfa hættu.
Góða helgi
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er ég innilega sammála þér. Fólk er ekki að mótmæla gegn réttum aðilum.
Sólveig Þóra Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 13:56
Rann snöggt gegn um færsluna. Greinarskil hefðu gert lesninguna auðveldari.
Ég er fylgjandi mótmælunum vegna þess að núverandi stjórn var kjörin á röngum forsendum. Hún hefur ekki staðið sig og er enn ekki að standa sig. Ég vil ekki kosningar núna, enda myndi það ekki leysa neitt. Ég vil að þingmenn komi hreint fram við þjóðina, ég vil að seðlabankastjórn segi af sér því hún hefur sannað það ítrekað að hún hefur ekki hundsvit á fjármálum, eða er svo spillt að fjármál eru í öðru sæti þegar ákvarðanir eru teknar. Ég vil þjóðstjórn sem vit hefur á málunum og kosningar í sumar.
Það er búið að setja þjóðina á hausinn og hún hefur fullan rétt á að tuða á almannafæri.
Auðvitað vona ég að fólk sýni stillingu, en sjóði upp úr verður það annað hvort litlum hópi æsingarfólks að kenna eða panik viðbrögðum lögreglu. Eða samblandi þessa. Allur þorri mótmælenda koma í friðsamlegum tilgangi.
Villi Asgeirsson, 29.11.2008 kl. 14:13
Reyni að fjölga greinarskilum Villi. Ég hef verið að skoða þetta og eitt af því skelfilega er að í fljótu bragði kemur ekki eitt einasta nafn upp í huga mér sem að ég treysti fyrir stjórn landsins þannig að ég held mig við gömlu áhöfnina þangað til að rofar betur til. Það er ekki þar með sagt að ég treysti henni neitt sérstaklega.
Ég er orðin þeirrar skoðunar að við höfum orðið að ganga þessa leið þó að stjórnvöld hefðu reynt að stoppa boltann hefðu fjölmiðlar og pennar útrásarinnar farið hamförum gegn því og stjórnin fallið rúin trausti alveg eins og núna. Við erum nefnilega með sek ég líka því að við spiluðum með og þó að við spiluðum ekki með í vitleysunni (ég tel mig í þeim hópi) hefðum við aldrei trúað hinni raunverulegu stöðu það var reynt að aðvara okkur þar á meðal margumræddur Davíð en við vorum ekki tilbúin að hlusta.
Sjáðu skrifin í fjölmiðlunum til dæmis gagnvart nýjum lögum sem að eiga að styrkja krónuna Andmælum er stillt upp á forsíðum en meðmælum þar sem þau síður sjást. Er það vegna þess að þessi lög henta ekki sumum. Og fyrir utan grein Agnesar er ekki orð um fjarmagnsfurstana í fjölmiðlum.
Það er gott að láta í sér heyra og það er fullur réttur til þess. En það er alrangt að segja að þetta séu mótmæli þjóðarinnar þetta eru mótmæli þeirra sem að mótmæla og þó að ég sé mjög oft sammála þér Villi þá held ég að þegar málið verður skoðað ofan í kjölinn og allt lagt á borðið komi í kjós að Seðlabankinn gerði það sem í hans valdi stóð.
Svo er aftur á móti annað mál hvort að það ætti að breyta stjórn hans til að ná einhverjum friði það getur ekki verið gott fyrir menn að sitja undir þessu aðkasti alla daga.
Sem dæmi þá aðvaraði Seðlabankinn fólk við myntkröfulánum hlustaði fólkið? Seðlabankinn spáði 30% lækkun íbúðaverðs á þessu ári, snemma á árinu. Hver voru viðbrögðin jú að bankastjórar hans væru allt að því ruglaðir.
En eins og áður er sagt ég vona að mótmælendur klæði sig vel og nýti rétt sinn til friðsamlegra mótmæla en sjóði upp úr er það sameiginleg ábyrgð þeirra sem að standa að mótmælunum. Alveg eins og þeir kalla á afsögn stjórnvalda vegna sameiginlegrar ábyrgðar þeirra á hruninu.
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2008 kl. 15:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.