28.11.2008 | 21:37
Skelfileg lög eða hvað
Það er ekki hægt að búa við svona maður þarf að fara með farseðilinn í bankann til að fá gjaldeyri heyrði ég í útvarpinu í dag og það er svo niðurlægjandi og fleira var sagt á ljósvakamiðlinum meðan ég keyrði heim.
Hvað er að fólki stærstur hluti banka heimsins liggur fárveikur og nærist á peningainngjöf í æð hjá þeim stjórnvöldum sem að það geta.
Það stór sér á Norska olíusjóðnum, Rússar eru búnir að grípa til vara forða af peningum Lettar eru að falla einnig sennilega Ungverjar og fleiri en við Íslendingar teljum að heimurinn sé búin ef að við þurfum að taka með okkur farseðil út í banka eða fáum ekki allt það sem að við viljum.
Þetta er orðið eins slæmt og kringum 1990 sagði annar ég man bara ekki að það hafi verið svo slæmt í kringum 90 þó var hér kreppa þá.
Nei þjóðin er orðin svo spillt eftir góðærið að ef að allt sem að hún vill kemur ekki upp í hendurnar á okkur er heimurinn vondur.
Fólk þarf að vakna og átta sig á því að sú ímyndunar veröld sem að hefur ríkt síðustu ár kemur ekki aftur meðan við lifum, ekki hér og ekki út í löndum og ekki þó að stjórnvöld fari eða Davíð það kemur ekki til með að breyta því sem orðið er.
Nú fara í hönd ár þar sem að verðmætin að baki peningunum skipta máli en ekki einhver ímyndaður veruleiki. Ég vorkenni ekki fólki sem þarf að hætta að gefa vélsleða í jólagjöf eða verður að minnka utanlandsferðir í eina á ári eða skera niður annann þann óþarfa sem að við vöndum okkur á á góðu árunum.
Ég hef meiri áhyggjur af þeim sem stóðu illa fyrir öryrkjum öldruðum einstæðum foreldrum og öðrum sem þegar lifðu við kröpp kjör. Um þau verður að standa vörð.
Mér finnst þessi lög vera eitt af fyrstu dæmunum um það að stjórnvöld séu að vakna og farin að vinna í því að þétta skútuna og ná henni af skerinu.
Og það er fráleitt hjá fólki að láta eins og heimurinn sé að farast út af þessum lögum þau gera stjórnvöldum einfaldlega kleyft að grípa ínn í ef að útstreymi verður of mikið ekki ólíkt því sem að Lilja Mósesdóttir vildi að yrði gert.
Síðan má athuga hvort að Vilhjálmur Egilsson hafi verið að hvetja til lögbrota með ummælum sínum um viðbrögð atvinnuveganna og er þetta kannski viðurkenning á því að þeir hafi einfaldlega hagað sér eins og þeir vildu og ef lög voru ekki að þeirra skapi þá var beytt þrýstingi uns þeim var breytt eða farði framhjá þeim. Það skildu þó ekki einhver kaffibaunamál vera í gangi núna.
Næsta skref væri að endurskoða viðreisnarpakka almennings hann er minna enn ekki neitt og fróðlegt verður að sjá atvinnuvega pakkann.
En eins og einhver sagði einhvern tima það er þó betra illt að gera en ekki neitt.
Gagnrýni of harkaleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.