Sammála nafna

Ég er sammála nafna en þó var annað sem að mér fannst athyglisvert við þetta viðtal og aðrar gjörningar í fjölmiðlum undanfarið. Það var greinilegt hvernig þáttastjórnandi reiddist þegar hann gat ekki fengið nafna til að hrópa Davíð burt og að lokum var þetta orðið hið pínlegasta atriði þar sem að Jón talaði en þáttastjórnandi gelti inni í upphrópunum um sekt þeirra sem fjölmiðlar hafa valið sem sökudólga. 
Ég skipti um útvarpstöð þetta var of pínlegt. 
Í Kastljós í gær var möguleiki á góðu viðtali við Geir Harde um það sem að virkilega skiptir máli. Nei það var eyðilagt með ætlarðu að segja af þér á að kjósa reka Davíð, frammíköllum þáttarstjórnanda. Ég skipti yfir á History channel þetta var of pínlegt.

Frétti reyndar i morgun að það sama hefðu tveir vinnufélagar mínir einnig gert þannig að ég er ekki einn um þetta.

Ég var farin að bera virðingu fyrir Björgvin áleit hann staðfastann en sú virðing er þverrandi eftir þetta sama er mér hvort Þórunn er eða fer viðurkenni þó að ég myndi ekki sakna hennar neitt.
Björgvin og Þórunn eiga að gera sér grein fyrir því að þau eru kosnir fulltrúar þjóðarinnar og það er ekki til siðs að hlaupa frá borði þegar gefur á heldur að hjálpast að að sigla fleyinu i gegnum brimgarðinn. Það er það sem að þau eru kosin til þeim var aldrei lofað endalausu sólskini í stjórnarsetunni nú reynir á og þá þarf að standa undir stóru orðunum ef við treystum þeim í fyrra þá ættum við að treysta þeim núna skipstjóri  hringir ekki í siglingastofnun og athugar hvort að hún telji réttindi hans í gildi meðan að versta óveðrið gengur yfir. 
Þó að 2000 jafnvel 5000 manns mæti niður á austurvöll þá eru ekki allir að mótmæla stjórninni og 2000 jafnvel 5000 er ekkert stór hluti þjóðarinnar það er enn ein frétta bábiljan og stjórmálamenn sem að hlaupa eftir dægurbylgjum eiga að fá sér aðra vinnu. 

Nei ef Björgvin og Þórunn eru hrædd við brimrótið þá er það þeirra val að stiga til hlés og leyfa þeim  sem hafa umboð þjóðarinnar, að klára málið í friði. 
Það verður kveðin upp dómur í þessu í síðasta lagi í lok kjörtímabils.

Mér langar að beina því til starfsmanna fjórða valdsins að þeirra starf að mínu mati er að útskýra atburði líðandi stundar en ekki að skapa framtíðina það er fólksins í landinu að gera það.
Hver frétta tími er í dag fjallar að minnstakosti að 1/4 um hve fljótt Ísland gæti gengið í ESB. 
Hvernig stendur á því að í gær var megin þema frétta tíma hvað væri mögulegt að ganga í ESB á stuttum tíma yfirleitt er talað við sömu mennina og yfirleitt gefa þeir aldrei sömu svörin eða þau eru túlkuð á misjafnan máta. Þessi mál taka stærstan hluta frétta tímans. Það er ekki orð um manninn sem skuldar 1000 000 000 eða manninn sem að keypti fjölmiðla fyrirtæki fyrir 1.500 000 000 eða þá i morgun um kaupendurna að BT þeir keyptu jú bestu bitana þetta er ekki fréttnæmt ekki heldur 18 000 000 000 sem týndust. Það er engin áhugi á hag almennings að mínu mati heldur einungis áhugi á að halda uppi hávaða svo að almenningur gleymi að spyrja vondra spurninga en einbeiti sér að stýrðum sökudólga veiðum

Ef að mætti líkja fjórðavaldinu við varðhunda þá er í mínum huga ljóst að í dag er fjórða valdið á Íslandi að mínu mati ekki varhundar lýðræðis heldur einhvers alls annars .

 


mbl.is Gagnrýnir Björgvin og Þórunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góðan dag!Ekki oft heyrt eða séð til hans frænda míns,Jóns Gunnarss,frá því hann varð þingmaður.Ég er honum sammála að efna ekki til kosninga núna. Afhverju? Vegna þess að ég er hrædd,ekki við það sama og ýjað er að stjórnarflokkarnir séu,heldur við að spilla því sem áunnist hefur,sumum finnst það nú ekki mikið,en eins og hann segir,"seinni hálfleikur er eftir"leyfum árinu að líða, það vorar á Íslandi.

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jón, minn gamli vinur og skólabróðir, þetta er með ALBESTUgreinum, sem ég hef lesið á blogginu og ég tek undir hvert orð í henni, nema ég gat ekki skipt yfir á history channel í gærkvöldi því ég er ekki með hana þess í stað stóð ég bara upp og fór að undirbúa mig fyrir komandi próf.

Jóhann Elíasson, 21.11.2008 kl. 18:19

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Takk fyrir kommentin  Það er þá fleirum farið eins og mér að skefjalaus áróðurinn er orðin eins og að berja i tóma tunnu. Ég er engin sérstakur fylgismaður þessa fólks en ég veit að það þarf að róa núna og ég trúi að í uppgjörinu sýni þjóðin að hún refsar og þakkar eftir því sem við á. Það er farið að vekja athygli mína hin mikla þögn á ölu sem að varðar atburðina sjálfa. Þetta er eins og að koma að bílslysi á vegi sem hefur verið malbikaður en á honum verið blindbeygja og þeir sem að að koma missa sig í að bölva þeim sem lagði veginn en láta alveg vera að athuga þá sem að keyrðu bílana hvort þeir voru yfirleitt með próf til að vera á veginum eða voru hreinlega fullir. Þegar krafan um að menn geri grein fyrir peningunum sem að þeir fengu fer að hljóma á austurvelli þá mæti ég en ekki til að stuðla að sundrungu þjóðar sem að einna helst þarf á því að standa saman núna. Vona að prófið gangi vel Jói

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.11.2008 kl. 21:52

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér kærlega fyrir góðar óskir.

Jóhann Elíasson, 21.11.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband