Hinn bitri sannleikur.

Það er að mínu mati að koma betur og betur í ljós að í raun stöndum við vinafáir í hinum stóra heimi og það að allir viðhlæjendur eru ekki vinir í raun. Það er orðið nokkuð ljóst að við erum eins og korter fyrir þrjú gæi að þeytast um heiminn í leit að láni sem að engin vill láta okkur fá. Það er hin bitri sannleikur sem að Geir vill ekki leggja á þjóð sína. Steingrímur skellti sér til Noregs og ætlaði heldur betur að redda málunum hvað sagði hann þegar ferðinni var lokið í raun sagði hann að það væri ekkert annað í gangi en málfundir umræður til að draga ferlið á langinn. Við erum búin að fara víða og við lítinn árangur mín greiningardeild segir að ákveðið hafi verið úti í löndum að bíða rólegir vegna þess að við munum sundra okkur sjálf og síðan selja sál okkar fyrir slikk ESB eða bara einhverjum. Hvort sem að verið er að refsa okur fyrir hroka eða nota okkur í pólitískum leik (Danir og Bretar) þá skiptir það ekki öllu máli eftir sem áður hafa þessir aðilar þá tauma í höndunum sem að geta gert okkur lífið leitt um all langa framtíð. Meira að segja fyrirtæki sem að hafa ætlað að byggja hér upp eru að draga saman þó að allt segi að rétti tíminn til að byggja og fjárfesta sé í samdrætti til að ná sem bestri hagkvæmni. Á meðan eyðum við öllum okkar tíma í að reyna að afhausa einhverja í stað þess ættum við að snúa vörn í sókn fá óháð erlent fyrirtæki til að gera útekt á því hvað fór úrskeiðis og gefa út skýrslu þar sem það væri rakið. Við eigum að kalla útrásarvíkingana heim og setja þá undir strangt regluverk og láta þá vinna að uppbyggingu landsins án þess að vera prókúruhafar á auðæfum þess. Þeir hafa þekkinguna og það er fjarri því að við eigum að hætta við að byggja upp fjármálaveldi þó að illa hafi farið í fyrstu tilraun. Róm var ekki byggð á einum degi og hvað ætli leið fjármálavelda sögunnar sé vörðuð af mörgum gjaldþrota bönkum. Við eigum ekki að gefast upp og hlaupa undir pilsfald ESB við sjáum nú valdbeitingu IMF valdbeiting ESB yrði ekkert betri þegar upp er staðið. En förum að gera okkur grein fyrir að kannski verðum við að bjarga okkur sjálf með smá aðstoð frá Færeyjum sem hafa synt sig í að vera okkar besta vinaþjóð og það ekki í fyrsta skipti. Umfram allt höldum áfram að vera sjálfstæðir Íslendingar og látum ekki kúga okkur til hlýðni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Aðalsteinsdóttir

Satt og rétt. En við erum ekki ein,  Færeyingarnir eru þó vinir í raun, ekki gleyma því.

Sigrún Aðalsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 01:09

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Biðst forláts aðstoðin frá Færeyjum er ekkert smá hún er mikil

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.11.2008 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband