Hjálpin er komin

Hjálpin kom í Kastljósi kvöldsins sem er alvöru fréttaskýringarþáttur. Þar fékk Björk drottningarviðtal um hvernig við ættum að bjarga okkur að hennar áliti.  Með heilsuböðum og sushi stöðum meðal annars. Matarmenning okkar er sviðahausar mauksoðið kjöt selur og hvalur og hefur ekki þótt til eftirbreytni.  Auðvitað er margt gott í því sem að hún segir sumar þessar hugmyndir hafa verið til en ekki gengið upp nema í einstaka tilfellum sumar hafa meira að segja endað með gjaldþrotum. Detox meðferð gæti þó verið til bóta og geta þá atvinnulausir verkfræðingar og bankastarfsmenn fengið vinnu við að troða vatnsslöngum í óæðri enda útlendinga sem að hingað koma til að baða sig og afeitra. En miðað við hvernig ferðaþjónusta hefur verið rekin hingað til verða það láglauna útlendingar sem að sjá um þau störf. Minna fór um lausnir hennar fyrir iðnað og aðra þá atvinnumöguleika sem að skila stöðugleika í þjóðfélaginu eins og verksmiðjur sem að yfirleitt standa þrátt fyrir tímabundin áföll. Þar með er ekki sagt að við ættum að henda öllu út af borðinu en við eigum líka að byggja varanlegri iðnað það er ekkert varanlegt við ferðamennsku og það gerir okkur einungis viðkvæmari fyrir því að lenda í gíslingu alheims umvöndunarsinna sem að öllu vilja ráða. Hvað verður til dæmis um sjálfsákvörðunarrétt okkar til veiða og vinnslu ef að samtök erlendis ákveða að þorskur sé í útrýmingarhættu og beita sér gegn okkur og við byggjum allt á eins viðkvæmum iðnaði eins og ferðamennsku. Munum lika að ESB vill setja skatta á flug sem kemur til með að hækka ferðakostnað í viðkvæmum heimi. Heimaslátrun og ostagerð bjargar ekki atvinnulausum erlendum verkamanni í Reykjavík og ekki innlendum heldur. Það ætti að vera sjálfsagt mál að bændur fái að selja beint og taka þá ábyrgð á vöru sinni undir regluverki sem að verndar neytandann. Annars fékk ég á tilfinninguna að  Björk sé á leið í pólitík því að þegar spurt var um niðurstöður funda um þau málefni sem að fjallað var um tókst henni að tala um þau mál án þess í raun að segja nokkuð nákvæmlega eins og margir pólitíkusar hafa fjallað um þessi mál.

Ég verð síðan að segja það að ég er orðin þeirrar skoðunar að RUV sé komið í sama eignarhald og aðrir fjölmiðlar allavega fer ekki mikið fyrir gagnrýnni umræðu um Evrópusambandið heldur er skefjalaus áróðurinn fyrir aðild rekin áfram athugasemdalaust að mínu mati. Ef við bara göngum í ESB mun ekkert illt okkur henda. Var ekki eitthvað svipað sagt fyrir undirritun gamlasáttmála. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við þurfum tvímælalaust að auka ferðamannastraum hingað og tekjur af því og það gerum við með aukinni og fjölbreyttari þjónustu fyrst og fremst. Því hef ég lagt til að gjaldþrota tónlistarfíaskóinu á hafnarbakkanum verði breytt í kombínerað hóruhús/spilavíti og húsnæði seðlabankans og Arnarhváls verði tekið til sömu nota. Þannig verði horfið frá því að vera með vistunar- og förgunarúrræði þarna og hefðbundin hæli notuð til slíks og það sem hefur verið stórkostleg peningasuga á hvínandi kúpunni verði nýtt til arðbærs atvinnureksturs. Það meikar alls engan sens að vera að gera út vændistækna sem þurfa að borga kúnnanum svo hann hafi lyst á að snerta við þeim og nauðsynlegt þar af leiðandi að taka starfsemi við hólinn til gagngerrar endurskoðunar.

Baldur Fjölnisson, 29.10.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

Mjög kynsamlegt blogg - við byggjum ekki stöðugleika og hagvöxt á ferðamennsku einni sem er alltof viðkæm fyrir "umvöndunarsinnum."  Það má samt benda á það að fiskveiðar hafa reynst álíka viðkvæmar fyrir áróðri umvöndunarsinna og ferðamennskan, þannig að við værum ekki vel sett með tóma túrista og togara.

Ég skil hins vegar ekki andstöðuna við Evrópu; það er úr takt við stöðugleika- og uppbyggingartóninn í pistlinum.

Ólafur H. Guðgeirsson, 31.10.2008 kl. 15:51

3 Smámynd: Ólafur H. Guðgeirsson

..í eftstu línu hér að ofan á auðvitað að standa  SKYNSAMLEGT.....

Ólafur H. Guðgeirsson, 31.10.2008 kl. 15:53

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Andstaða min við ESB byggir á því að ég hef enga trú á að rödd okkar muni heyrast þar. Mín skoðun er sú að við eigum að sníða okkur stakk eftir vexti og skapa hér þjóðfélag sjálfstætt og óháð sem ber hag þegnanna fyrir brjósti við erum fá en eigum auðlyndir sem við þurfum að skipta jafnar. Þá held ég að virðing okkar í heiminum myndi aukast all hratt ot til okkar horft sem fyrir myndar. Ég er meira að segja að verða þeirrar skoðunar að við ættum að segja okkur úr Nato

Jón Aðalsteinn Jónsson, 1.11.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband