Ótrúlegt

Ótrúlegt hvað fólk er skrítið það er sama hvað skeður grátkórinn byrjar strax rekum Davíð. Lítið í spegil og skoðið sjálf ykkur ég er engin aðdáandi Davíðs en ég veit að stýrivaxtahækkun er yfirleitt eitt af skilyrðum IMF og þau eiga eftir að verða enn verri. Svo skuluð þið muna það líka þau ykkar sem sungu rekum Davíð af því að hann vill ekki IMF við fengum IMF þó Davíð væri á móti því samkvæmt fullyrðingum rekum Davíðs sinna.  Eigum við kannski bara að segja rekum Davíð af því að það fuku járnplötur í veðrinu nú um helgina. Reynið að fullorðnast okkur er ekki lengur stjórnað af Seðlabanka Davíð og Ríkisstjórn heldur af skilyrðum settum af IMF til að við fáum lán. Svona nokkurskonar ESB.


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 6 prósentur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Hvað veistu um stýrivexti?

Það þarf bara að byrja þarna, til að ná niður verðbólgunni til að við með verðtryggðlán förum ekki öll á hausinn.

Svo er það spurning um að finna lánsfé eins og staðan er í dag ef maður fær ekki hærri vexti en verðbólgan er þá vill maður ekki spara.

Þegar fé fer að koma hingað inn eftir þessum vöxtum þá fer krónan að styrkjast og þá lækka vörurnar.Það hjálpar öllum.

Varðandi fyrirtæki þá eru það ekki þessir vextir sem gilda heldur vextirnir hjá viðskiptabönkunum.

Ríkið mun örugglega halda fyrirtækjum á floti í gegnum bankana.

Það tók 6 daga síðast hjá viðskiptabönkum að breyta vöxtunum sjáum til hvað þeir verða fljótir núna.

Ef þetta er of mikil hækkun þá mun verðbólgan lækka hratt og krónan styrkjast mikið og þá er leikur einn að lækka þetta aftur.

Johnny Bravo, 28.10.2008 kl. 10:08

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Veistu Það Johnny ég er alveg sammála þér það verður að leyfa mönnum að róa út úr þessu. Það eina sem að ég er komin með upp í kok af er þessi peronugerving allra vandamála i augnablikinu og það er það sem ég er að deila á og finnst gengin út yfir allan þjófabálk

Jón Aðalsteinn Jónsson, 28.10.2008 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband