25.10.2008 | 22:15
ESB um ESB frá ESB til ?
Held að Samfylkingin sé að ganga af göflunum það er ekki einu sinni búið að ná hnífnum sem Bretarnir stungu í bakið á okkur úr sárinu en Samfó vill ólm upp í rúm hjá Gordon og hefur hann þó sýnt sitt rétta eðli. Til að taka upp evru þurfum við að skapa þær aðstæður hér að það sé hægt og ef við getum það þá þurfum við ekki evru. Við getum alveg staðið ein við fórum offari núna eins og kýr á vordegi en við erum reynslunni ríkari. Stærri þjóðir en við höfum verið niðurlægðar Bretar áttu sitt Dunkirk til dæmis en þá er að bíta í skjaldarrendur og koma tvíefldir til baka. Mannorð okkar og traust er eyðilagt segið þið en hvað kemur mannorð og traust við peningum ég get ekki séð að það þrennt eigi samleið fé sækir þangað sem gróða er von og við eigum als ekki að hætta að byggja upp fjármálakerfi aftur bara að gera það rétt núna og sem Íslendingar. Og vitið til að ef vel tekst til treysta okkur allir í þessum bransa er nefnilega gróðavonin sem ræður og langtíma minni er ekki mikið. Við erum rúmlega 300.000 með gjöfulustu fiskimið í heimi ef rétt væri á málum haldið við erum með óhemju ónýttar orkulindir ef að mæti nýta þær jafnvel olíu á næstu grösum og eina fallegustu náttúru jarðar. Þetta vilja menn setja á silfurfati til Brussel og afsala sér yfirráða réttinum yfir því og lát það renna til að jafna út lífskjör miljóna manna og gera okkur að bónbjargar mönnum undir Brussel valdinu. Ég er þeirrar skoðunar að ASI hafi brotið á rétti fjölmargra félagsmanna sinna með ESB yfirlýsingu sinni ASI eru samtök verkafólks óháð pólitísku argaþrasi og eiga eingöngu að standa vörð um hag verkafólks og það er ekki gert með inngöngu i ESB. Þeir sem hafa orðið fyrir barðinu á innflutningi erlends vinnuafls og standa nú ver en aðrir í upphafi kreppunnar vegna þess að launum hefur verið haldið niðri vita það. Það eru ekki allir Íslendingar sem eiga von á starfi eða vilja naga blýanta í Brussel sum okkar skömmumst okkar ekkert fyrir að vinna í framleiðslu og iðnaðarstörfum í frjálsu og óháðu Íslandi. Mér finnst það vera forustu Samfylkingarinnar til skammar að meðan verið er að róa á fullu til að bjarga því sem bjargað verður styður hún mótmæli gegn stjórninni og um leið sjálfri sér ég get allavega ekki túlkað ræðu Jóns Baldvins í dag á annan veg þegar hún er sett í samband við þann fögnuð sem að orð hans vöktu á fundi Samfylkingarinnar eins og greint var frá í fréttum hann kennir stjörnvöldum um hvað hefur skeð og 50% stjórnvalda eru jú Samfylkinginn og samkvæmt fréttum má ætla að Jón Baldvin sé einn af máttarstólpum Samfylkingarinnar. Síðan mátti sjá Dag á myndum frá mótmælunum líka en það er kannski best að vera alltaf báðu megin þá hefur maður ekki rangt fyrir sér. En þá má líka segja að maður hafi aldrei rétt fyrir sér heldur. Við skulum síðan bíða í nokkurra mánuði og sjá hvort að ESB lifir af það gjörningaveður sem að nú gengur yfir heimsbyggðina. Hvað gera Bretar til dæmis ef 'írskir bankar falla vitað er að Írska ríkið á ekki fyrir skuldbindingum sem það hefur lofað og að lókum verður ekki hægt að prenta peninga endalaust til að redda málunum fyrr eða síðar verður að fara Íslensku leiðina og aðlaga fjarmagn að verðmæti það er engin önnur lausn til og þegar að því kemur verðum við í þeirri kjörstöðu að hafa verið fyrstir til þess. Og ef stjórnmálamenn treysta sér ekki í starfið án hjálpar frá Brussel eiga þeir einfaldlega að snúa sér að öðru.
Aðildarviðræður við ESB strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
100 % sammála þér, og þó sérstaklega síðustu setningunni sem virðist þýða að allir stjórnmálamenn í Samfylkingunni ættu að snúa sér að öðru, enda gætu þeir orðið hættulegir lýðræðinu sem landráðamenn. Allir þeir sem tilbúnir eru að afhenda landið með öllum þess auðlindum og gæðum eru einfaldlega vitfyrrtir og því hættulegir.
Viðar (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 22:41
ESB hefur ekkert tilkall til né áhuga á auðlindunum okkar, enda er sameiginlega auðlindastefnan þar til að sjá um sameiginlegar auðlindir - sem liggja milli landa! enda byrjaði þetta sem stál og kolabandalagið til að koma í veg fyrir að styrjaldir myndu brjótast út vegna þessara auðlinda sem liggja á landamærum landa Evrópu.
Hér á Íslandi eigum við engin eiginleg landamæri! Orkuauðlindirnar okkar eru því ekki inn á radar hjá Evrópusambandinu, og fiskistofnarnir okkar eru 85% staðbundnir - við semjum nú þegar um hin 15%. Það er því fráleitt að tala um að við þurfum að deila þessum auðlindum, meira að segja ráðamenn Evrópusambandsins hafa sagt okkur að það muni aldrei gerast.
Þið sem talið semsagt um að það eigi að afhenda auðlindir - þið þurfið að endurskoða boðskap ykkar! Hann er hreinlega rangur.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 02:44
Jónas Hvað finnst þér um það hvernig Bretar fara að lögum. Þó er eitt sem að aldrei kemur framm en það er sú stilling sem að Þjóðverjar sýna
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 09:53
annað Jónas það er hin væntanlega lögjöf um atvinnu innan svæðisins þar sem að fyrirtækjum er heimilt að vinna´hvar sem er á þeim töxtum sem að gilda í heimalandinu hvað verður um okkar velferð þá
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 09:55
Sæll Jón.
Þessi "væntanlega löggjöf" er eitthvað sem var í umræðunni fyrir mörgum árum síðan og verkalýðshreyfingin lagðist mjög gegn. Hún myndi hafa sömu áhrif hér á Íslandi og annarstaðar innan ESB vegna þess að við erum aðilar að EES - svo langt erum við komin inn í þetta samband án þess að vera raunverulegir aðilar. Nú er kominn tími á að við sækjum um aðild - við töpum ekkert á því að fá samningana í hendurnar til að sjá hvernig þeir eru.
Jónas Tryggvi Jóhannsson, 26.10.2008 kl. 15:44
Við getum lika sagt okkur úr Ess og staðið undan bandalaga
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.10.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.