24.10.2008 | 15:14
Siðareglur, siðleysi eða nauðsyn.
Mikið gladdist ég að heyra að starfi nefndar þeirrar sem að á að setja borgarfulltrúum siðareglur færi að taka enda. En skrýtið þykir mér að fólk hafi ekki hærra sjálfsmat en að það telji að það þurfi að setja sjálfu sér siðareglur til að geta sinnt vinnu sinni á siðlegan máta. Ég einhvern vegin næ þessu ekki við hin höfum nefnilega vanist því að þurfa að haga okkur samkvæmt óskráðum og skráðum siðareglum þjóðfélagsins og bera ábyrgð á því ef við gerum ekki svo með atvinnusmissi eða refsingum. Að fólk í vinnu í þágu borgarana kosið af borgurunum að það fólk þurfi einhverjar sértækar siðareglur sjálfu sér til leiðbeiningar er einfaldlega siðleysi í sjálfu sér. Og gaman væri að vita hvað þessi nefnd og það virðist vera að þær hafi verið fleiri hafi þegið í laun fyrir að finna siðsemina. Er það ekki líka alt að því siðleysi alla vega er það ekki ráðdeildarskapur með takmarkaða peninga okkar almúgans.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll félagi!Um leið og ég tek undir með þér kvitta ég fyrir mörg innlit án athugasemda.Kært kvaddur
Ólafur Ragnarsson, 25.10.2008 kl. 21:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.