Taser er engin lausn

Sem stendur hefur ríkið allt annað að gera við peninganna en að kaupa rafstuðsbyssur. Það virðist að hér sé um að ræða sama hóp manna aftur og aftur og það er skýlaus krafa til verndar lögreglunni að þessum hópi verði þegar vísað úr landi. Samskonar afbrotamönnum innlendum skal síðan refsað þannig að þeir muni eftir því. En á síðustu og verstu tímum þegar tiltrú manna á stjórnvöldum er fyrir neðann frostmark þarf ekki að bæta olíu á eldinn með því að lögreglan taki upp á því að stuða borgarana meira an stjórnvöld hafa þegar gert. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir stjórnvöld sem þegar eiga ekki upp á pallborðið hjá fólki. Var ekki talað um hættu á Fasisma í Silfri Egils í dag
mbl.is Björn: Tryggja verður öryggi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef tú værir lögga mundiru ekki viljað hafa alt sem til er til að verja tig?

óli (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 15:41

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

sem lögregla myndi ég vilja gera þá kröfu að ég þyrfti ekki alltaf að vera að eiga við sömu einstaklingana. Notkun Tasers er mjög umdeild og dauðföll eru tengd þeim eg vil ekki nokkrum lögreglumanni að þurfa að burðast með það i sálinni að notkun búnaðar sem honum er fengin hafi kannski valdið dauða einstaklings. Ég ber virðingu fyrir lögreglunni og starfi hennar en dómsvöld mættu hjálpa undir ef hér er til dæmis um sömu einstaklinga að ræða og haf áður veist að lögreglu þá bara spyr ég hversvegna er ekki búið að taka þá úr umferð eða senda úr landi.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.10.2008 kl. 16:11

3 Smámynd: Leifur H

Ef ég skil þig rétt, þá viltu frekar að menn sem beita lögreglu ofbeldi séu lokaðir inni fyrir fullt og allt (teknir úr umferð segir þú) eða sendir úr landi. Þar sem þú hefur einhverjar hugmyndir um að rafbyssur geti valdið skaða, ertu þá að meina að það sé betra að hafa þannig ástand að obeldismenn limlesti eða drepi lögreglu og dúsi í fangelsi það sem eftir er ævinnar?

Þetta minnir mig svolítið á umræðuna sem var hérna áður fyrr að bílbelti gætu verið hættuleg ef maður keyrði út í sjó og festist í bílbeltinu. Þess vegna ætti ekkert að vera að skylda fólk til að nota bílbelti.

Hver segir að lögreglan fari að gefa öllum ofbeldismönnum rafstuð þótt hún verði með rafbyssur? Er ekki frekar líklegt að ofbeldismennirnir haldi sig á mottunni, þegar þeir vita að það er ekki sjálfgefið að þeir geti lúskrað á lögreglumönnunum?

Leifur H, 19.10.2008 kl. 17:22

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaður Leifur vill benda þér á eldra blogg frá mér mér er alveg sama hvort að ofbeldismenn fá rafstuð eða ekki en hver segir að þegar tímar líði verði rafbyssum bara beint gegn ofbeldismönnum. Bendi þér á eldra blogg frá mér þar sem meðal annars kemur fram að Amnesty setur fram athugasemdir um notkun þessa búnaðar. Ér ekki að segja að það sé betra að menn limlesti lögreglu heldur benda á að þessir menn hafa gert það áður samkvæmt fréttum og spyr þess vegna hví þeir gangi lausir því það er stutt síðan að svipað mál kom upp og varla getur verið um aðra einstaklinga að ræða..

http://jaj.blog.is/blog/jaj/entry/636516/

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.10.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband