Áfram Ísland

Undanfarnir dagar hafa að mörgu leiti sýnt hvað í okkur býr þeir hafa líka gefið okkur tækifæri til að staldra við og hugsa málefni upp á nýtt. Við getum sest niður og ákveðið hvar áherslurnar verða í næstu útrás því að sú útrás verður hvað sem hver segir við erum ekkert hættir.
Við höfum góðar undirstöður og góða menntun samt er engin ástæða til að fjölga háskólum til að sigrast á vandamálunum við þurfum að efla iðnað og iðnmenntun. Það sem varð okkur að falli í þessari útrás var skortur á verðmætum á bakvið sóknina.
Við eigum að setjast niður og skoða hvað Danir eru að gera hvað Finnar gerðu og einnig líta til Asíu þjóða til að læra af þeim síðan eigum við að byggja grunnin fyrst og passa okkur á því að hann sé nógu sterkur. Mikið er kvartað yfir því að engin treysti okkur lengur við skulum einfaldlega ekki hlusta á það í viðskiptum er ekkert sem heitir traust og vinátta þar eru einungis systkinin gróði og græðgi á ferðinni og um leið og við höfum eitthvað fram að færa í viskiptum vilja allir vera vinir okkar aftur hefur nokkuð til dæmis stöðvað menn til að eiga viðskipta við fyrirtæki sem farið hafa á höfuðið og rísa á nýjum kennitölum með sömu aðila við stjórnvölin. Von um gróða er alltaf söm við sig.
Við erum á byrjunarreit i mörgu en við stöndum vel í öðru. Sjávarútveg þarf ekki að kynna hann stendur fyrir sínu, landbúnaður er líka hér sem framleiðir góðar vörur að vísu rándýrar en góðar samt iðnaður og verk þekking er að mörgu leiti grein sem þarf að hlúa að. Það er til lítils að hafa þekkingu og menntun ef engin er til að vinna úr henni. Við höfum framleitt yfirdrifið magn af fræðingum á öllum sviðum undanfarin ár en erum samt i þeirri stöðu sem að við erum í dag. Ættum við kannski að beina fleiri einstaklingum inn á verksvið eins og rafsuðu plötusmíði vélvirkjun rennismíði og aðrar framleiðslu greinar ég tel það vera gulls í gildi og að aukin virðing fyrir framleiðslu greinum myndi gagnast okkur vel í breyttum heimi. Við höfum líka talað fjálglega um fjölmenningu og alþjóðavæðingu í dag sést að ekkert hefur breyst í veröldinni sá stóri sparkar í þann litla ef hann getur þannig að ég leifi mer að fullyrða að alþjóða hyggja nær ekki lengra heldur en að mörkum þess hvað hægt er að hafa út úr viðkomandi þjóð ef ekki er hægt að hagnast á henni er einfaldlega snúið við henni baki.
Sú fjölmenning sem að hér hefur mest verið dásömuð hefur aðallega fólgist í að flytja inn erlent vinnuafl til að nýta í láglaunastörf þetta sama vinnuafl sem sent hefur allar sínar vinnutekjur úr landi fer nú sömu leið enda ekki nokkur von til að það lifi á þeim kjörum sem að hér eru í dag.
Það er ekki nokkur von til að fjölskyldur þeirra lifi í heimalandinu fyrir þann pening sem að þeir geta sent heim. Það væri gaman að vita hvað margir miljarðar hafa farið úr landi þessa leiðina. Fjölmenninginn hefur líka verið fólgin í því að telja sér trú um að allir i heiminum eigi að vera og séu orðnir svo góðir við hvern annan sem að Íslendingar satt eða logið eru nú að kynnast að er tóm vitleysa þegar kort þeirra eru klippt og þeim hent út úr búðum í útlöndum eins og sígaunum.
Við skulum gleyma þessum innantómu frösum sem hafa byrgt okkur sýn undanfarin ár við skulum snúa okkur að því að byggja upp betra þjóðfélag þar sem við höfum lært af mistökunum gefum alþjóða hyggju puttann, blásum á fjölmenningarhyggju  og gerum það sem Íslandi hentar best. Skipuleggjum síðan næstu holskeflu innflytjanda þannig að sómi sé að og það velkist engin í vafa um að hér ríki Íslenskar reglur og forsendur þar sem að allir séu jafnir undir krossfána lýðveldisins svo lengi sem að þeir virði þær leikreglur sem hér eru en verum heldur ekki hrædd við að taka á málunum ef að svo ber undir.
Við erum bogin núna eins og ég hef áður sagt en ekki brotin. Íslendingar lifðu  móðuharðindin, Svartadauða, aldalanga stjórn útlendinga, Stóru bólu og önnur hörmungaskeið sem dunið hafa á þjóðinni. Í samanburði við það eru þau vandræði sem að við göngum í gegnum núna ekki skeina eða skráma heldur rispa. Hættulegast er það að við leggjumst nú í sjálfsvorkunn og volæði okkur finnst veröldin hlæja að okkur við erum meðvirk í sökinni sem að flest okkar eiga þó enga sök á þetta étur þjóðarsálina að innan og getur valdið ómetanlegum skaða við að rísa aftur upp.
Ég er fylgjandi því að menn mæti á Austurvöll á morgun en ég er ekki fylgjandi því að menn mæti þar gagngert í mótmæli gegn einum manni mér finnst það eins vitlaust og hugsast getur og vona að þjóðin losni sem fyrst við DO syndromið úr hausnum. Ég hef meiri trú á minni þjóð en það að hún sé svo blind að öll myntkörfulánin, aukalánin á húsnæðið til að kaupa bíl eða annað, utanlandsferðirnar, hlutabréfakaup og svo ótalmargt fleira sé einum einstaklingi að kenna eða einum flokk ? Barðist ekki hluti þjóðarinnar á móti ýmsum málum sem var verið að reyna að koma í gegn til að hemja drekana eins og til dæmis fjölmiðla frumvarpinu svo að eitt sé tekið og hver var skoðun okkar á einni viðamestu rannsókn sem gerð hefur verið var hún ekki úthrópuð sem ofsóknir. Hvað hefði þjóðin sagt ef gripið hefði verið til annarra aðgerða í sömu átt spyrjið ykkur sjálf.
Þannig sé ég mér ekki fært að mæta í mótmæli á morgun sem samkvæmt sumum bloggum eiga að byggja á því að skipta um stjórn í Seðlabankanum. 
Ef aftur á móti ef væri verið að mæta til að sýna að við stöndum saman dæmum engan fyrirfram en skoðum málin ofaní kjölinn og tökum á þeim þegar það liggur fyrir og sendum þeim sem að við héldum að væru vinir okkar þau skilaboð að við séum bæði sár og móðguð og finnist  lítið til þeirra koma í augnablikinu og enn fremur að við kunnum að meta þá fáu sem þó hafa litið til okkar með hjálp i huga og umfram allt að við séum enn óbugaðir Íslendingar. Ef þetta væri tilgangurinn þá myndi ég mæta.
Sem stendur þurfum við á flestu öðru að halda en aftökum án dóms og laga og sem stendur munu þær ekki bæta gjaldeyrisforða eða gjaldeyrisflæðið.

Áfram Ísland

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband