16.10.2008 | 22:59
Gerum fordæmi úr honum.
Nú virðast safnast hér saman gammarnir til að reyna að gæða sér á hræjunum. Ég legg til að við notum gamaldags ameríska aðferð á Mister Green sem er að baða hann úr tjöru og velta honum upp úr fiðri og senda hann síðan heim öðrum til viðvörunar að hér er ekki brunaútsala og tilbeiðslu á græðginni er lokið. Það má líka reikna með að meðan á dvöl hér stendur muni gammarnir stunda öldurhúsin og jafnvel fá sér þar öl og vín með mat. Lögreglan gæti vaktað þetta og látið þá blása í blöðru daginn út og daginn inn og þannig fengjum við gjaldeyri í kassann. Þetta myndi senda nauðsynleg skilaboð til heimsins að við erum kannski bogin sem stendur en ekki brotinn.
Hefur enn áhuga á Baugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er hrifinn af þessum orðum: ...við erum kannski bogin sem stendur en ekki brotinn.
Sporðdrekinn, 17.10.2008 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.