Of lítið og of seint

Þetta hefði átt að gera miklu fyrr strax í síðustu bólu þegar hún sprakk átti að gera rástafanir til að það gæti ekki endurtekið sig aftur. Við munum öll De Code og net fyrirtækin nú var það útrásin almenningur hefur ekki tök á því eða þekkingu að fylgjast með hvað er rétt og hvað er rangt í öllu þessu. En ég tel að almenningur eigi heimtingu á að þeir sem að gefa þeim upplýsingar og ráðleggi þeim varðandi hluti eins og ævisparnað séu starfi sínu vaxnir. Sjálfur lét ég undan því eftir miklar fortölur að færa smá hluta af mínum ævisparnaði í hlutabréf eftir miklar ráðleggingar þeirra sem að um þau mál sjá. Vegna vantrúar minnar á þennan ofsagróða var það lítill hluti en það breytir því ekki að ráðgjafi minn var ekki starfi sínu vaxin hennar starf er að gæta peninganna minna á sem bestan hátt. Skildi ég geta höfðað mál? ef hún hefði selt mér þvottavél sem að ekki stóðst væntingar gæti ég það en af því að þetta eru peningar og fjármálageirinn er engin ábyrgur nema ég að vera svona vitlaus. Ég tek fulla ábyrgð á því sem að ég geri og hef nógan tíma til að bíða eftir að þessi niðursveifla gangi yfir. En mér þykir fyrir neðan allar hellur hvernig talað er um fólk sem að tók mark á þessum ráðgjöfum og auglýsingum fjármálafyrirtækjanna að því se nær og verði að sætta sig við að missa alt sitt. Ég er sennilega illa innrættur en ég er ekki sammála ISG um að forsprakkarnir þurfi afvötnun ég vil sjá þá sem bera mesta ábyrgð greiða þjóðinni skuld sína á Brimarhólmi:
mbl.is Auknar heimildir Fjármálaeftirlitsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Væntanlega hefur ráðgjafinn sagt þér að þetta væri áhættufjárfesting að kaupa hlutabréf.

Það er nú búið að hamra á því oftar en einu sinni í fjölmiðlum gegnum tíðina að óvarlegt sé að taka lán til hlutabréfakaupa og alls ekki að kaupa fyrir meira en maður hafi efni á að tapa.

Kanski var of langt um liðið frá De Code ævintýrinu til að menn sæju, í glýjunni frá gróða undanfarinna ára, að það var lika möguleiki að tapa stærstum hluta ef ekki allri fjárfestingunni þó litlar líkur væru á því.

Varðandi þvottavélina þá þyrftir þú að sanna að hún hefði sagt eitthvað um vélina sem ekki stóðst. Það er ekki nóg að þú hafir gert þér einhverjar væntingar um getu vélarinnar. Á sama hátt þarft þú að sanna að hún hafi sagt þér eitthvað sem ekki stóðstl. Það er væntanlega ekki nóg að geta sannað að hún hafi sagt þér að það væru allar líkur til að bréfin myndu hækka, því til skamms tíma var það alveg satt. Þú þyrftir að sanna aðhún hefði staðhæft að það væri 100% öruggt að þau myndu hækka til að geta farið með þetta eitthvað áfram.

Burtséð frá þessu öllu stoppa þessar auknu heimildir Fjármálaeftirlitsins ekki fall hlutabréfa og breyta sennilegast ekki miklu þar um.

Landfari, 22.9.2008 kl. 01:24

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég g

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.9.2008 kl. 13:04

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Ég gerði mér grein fyrir því Landfari og er alveg sáttur en ég er samt á því að það þurfi að auka ábyrgð þeirra sem eru að ráðleggja fólki oft ungu fólki því hvað sem hver segir þá er það mín bjargfasta skoðun á því sem er að ske að þeir sem ráðlögðu einhverjum í mars að taka gegnistryggt lán eru hin sömu og nú skrúfa upp gengið til að geta sýnt betri afkomi mér bara finnst það ekki sanngjarnt gagnvart til dæmis ungu fólki sem hefur ekki sömu reynslu og við sem búin erum að afgreiða þrjár kreppur. Unga fólkið hlustar nefnilega a rágjafann en ekki gamlafólkið ráðgjafinn hefur menntun í þetta og veit þetta miklu betur en þú hefur örugglega margur heyrt sagt þegar hann hefur reynt að segja frá árunum kringum 81 eða 89-91. Það þarf ábyrgð til að selja fasteign afhverju þarf ekki svipað til að rástafa aleigu fólks afhverju á það að vera háð einhverju lottó systemi. Það er ekki hægt að svara eingöngu með þú þattir að vita betur fjöldi fólks veit ekki betur og þar kemur til kasta rágjafans að sjá til þess að það fari sér ekki að voða ekki satt? Allavega lít ég þannig á málið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 22.9.2008 kl. 13:13

4 Smámynd: Landfari

Ég get alveg verið sammála þér að það er vægast sagt óheppilegt að stór hluti þessa fólks sem starfaði sem fjármálaráðgjafar hjá bönkunum var ungt fólk sem þekkir ekki annað en uppgang og þenslu. Nýkomið sumt úr skóla með viðskiptafræðipróf upp á vasann en bara að rétt að byrja sín fyrstu skref í lífsins skóla.

Hef heyrt dæmi um alveg fáránlegar ráðleggingar til ungs pars sem var að spá í að kaupa sínu fyrstu íbúð. Bankinn til í að lána þetta meira og minna allt saman en treysti samt ekki betur ráðgjöf sinni en það að foreldrar áttu að skrifa uppá. Þegar málið var skoðað hefði þetta sloppið til ef íbúðaverð hefði hækkað eins og það hafði gert undanfarin ár, laun parsins sem var í fullri vinnu heldur hækkað en hitt og yfirvinna haldist. Það mátti ekkert koma uppá. Ef annað hefði veikst, hún orðið ófrísk, bíllinn lent í tjóni eða eitthvað var dæmið hrunið.

Þegar óskað var eftir skýingum á þessari ráðgjöf hjá bankanum var svarið einfaldlega: Það gera þetta allir.

Ég þarf ekkert að segja þér um aldur viðkomandi ráðgjafa.

Landfari, 22.9.2008 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband