21.9.2008 | 10:44
Enn hnýtt i Íbúðalánasjóð
Allar greiningar sem að hafa það innanborðs að leggja Íbúðalánasjóð niður fara beint i ruslið á þessum bæ. Ég vona að við sem þjóð berum gæfu til þess að halda þó því síðasta virki manngæskunnar gangandi um komandi tíma niðjum okkar til gæfu. Því annars er hætt við að niðjar vorir yrðu ekkert annað en hrámeti í græðiskvörn fjármálageirans sem alt mælir í krónum og aurum. Það er þeim krónum og aurum sem að detta í þeirra eigin vasa.
Íslendingar öfundsverðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála síðasta ræðumanni ,en að ganga í Evrópu sambandið ,er álíka fyrir drukknandi mann að grípa í trjónuna á hákarl staðinn fyrir að synda í land,er ekki komið nóg að Singen og ýmsu góðgæti frá þessu sambandi , ef þessir snillingar vilja ganga í samband mæli ég með Afríku sambandinu ,en auðvit sjá bankarnir evrur í hyllingum fyrir yfir veðsétinn fiskvóta ,kv Adolf ps þetta samband var hugmynd annars Adolfs
adolf (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 11:04
Fésýslustofnanir hafa skyldur við eigendur sína. Þetta kemur skýrt fram þegar tjórnendur þeirra eru spurðir af fréttamönnum um horfurnar til framtíðar. Þá eru þeir flugmælskir og með á nótunum. Þegar fréttamenn beina umræðunni að heimilunum og því fólki sem þarf að greiða fyrirhyggjuleysið með ævistarfi sínu og líkamlegri heilsu verða svörin ósköp vandræðaleg og almenns eðlis. Þá gildir orðhengilshátturinn í sinni nöktustu mynd.
Þegar fullorðinn karlmaður hefur tælt heim til sín unglingsstúlku, gefið henni áfengi eða önnur vímuefni tekst honum oft að fá hana til kynmaka. Þegar af henni bráir og hún leitar á náðir lögreglu segir gerandinn: "Ég gat ekki séð annað en hún vildi þetta sjálf. Hún ber ábyrgð á sjálfri sér."
Stjórnvöld, bankar og bifreiðaumboð hafa lagt ungt fólk í einelti með heilaþvætti bjartsýniskjaftæðis og hvatt til ábyrgðarlausra fjárfestinga með veði í eigin lífi. Þeir telja sig hafa leyfi til að segja að fólkið hafi viljað koma sér í gjaldþrot.
Skársta ályktun stjórnmálamanns sem ég hef heyrt lengi er hin kaldranalega ábending utanríkisráðherrans um að senda gróðafíklana í meðferð. Ég þrái að sjá þessi ábyrgðarlausu óbermi í náttsloppum inni á Vogi og síðan vestur á Staðarfelli að aka skít á tún.
Árni Gunnarsson, 21.9.2008 kl. 14:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.