Frá vitlausum enda

Með fyrirsögninni á ég við að mér finnst það vera að leysa vandamálin frá vitlausum enda að rafvæða lögregluna til að verjast stigvaxandi ofbeldi sem að því miður þegar að fréttamiðlar sleppa ritskoðun virðist vera af völdum Íslendinga með erlent ríkisfang. Það er í mínum huga ekki góð meðmæli með fjölmenningarstefnu ef þarf að vopnvæða lögregluna til að innleiða hana. Það sem á að gera að mínu mati er að fylgja viðkomandi út á flugvöll leyfa honum að taka dótið sitt og svo í burt nema að glæpurinn varði við lengri refsingu en ár. Okkur virðist allavega ekki vera skotaskuld að vísa öðrum þjóðarbrotum og friðsamari af skerinu einn tveir og þrír. Við skulum athuga að þegar verður búið að taser væða lögregluna þá verður taserinn notaður og fólk mun deyja af völdum þessarar notkunar. Ég leyfi mér að vitna í eftirfarandi:
"Tasersbecame an integral police tool largely on the strength of the argument that authorities ought to be able to restrain someone without having to shoot them to do it. The news today that five state troopers were involved somehow in using tasers on a driverwho was combative in New Brighton, though rare in these parts, is an incident that may well be added to a growing list of deaths by Taser. The Fridley man was pronounced dead at the hospital. It hasn't been determined if the tasering was the reason" 

Hér er tengill frá Amnesty sem fjallar um aukningu dauðsfalla af völdum Taser notkunar http://www.amnesty.org.uk/news_details.asp?NewsID=16906 og vilji menn fræðast betur mæli ég með því að skrifa Death toll because  of taser í Google gluggann.

http://mostlywater.org/police_limit_use_tasers  Hér er tilkynning um að Kanadiskalögreglan takmarki notkun Taser allir þeir sem sáu andlát pólverjans á netinu geta ímyndað sér hvers vegna.

Vandamálið við að vopna einhvern er að vopn hafa engan fælingarmátt nema þau séu notuð þannig að sé lögreglan taservædd þá notar hún taser. Um hann eru deildar meiningar fjöldi fólks hefur látist en það hefur gegnið illa að sanna að það hafi látist af notkun tasers en samt hefur það allt látist eftir að hafa verið skotið með þessum búnaði.

Ég ber mikla virðingu fyrir lögreglunni hún passar mig og verndar fyrir vondu mönnunum en hver passar mig fyrir lögreglunni ??? Við höfum jú séð myndbandið frá 11-11 og heyrt fleiri dæmi og lögreglumenn eru mannlegir eins og við stéttin undirmönnup og álag geysilegt og þá verða slys. Vill einhver vera sá sem að stuðaði son nágrannans en vissi ekki að hann var með hjartagalla það yrði þung byrði að bera að vísu banaði stuðið honum ekki heldur hjartagallinn (svoleiðis eru dauðsföllin greind) en samt ja ég bara spyr

 


mbl.is Réðust á lögreglu - fimm handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst alltaf svolítið skrýtið að heimfæra Amerísku lögguna uppá þá íslensku og segja að allt sem gerist í henni Ameríku muni gerast hér. En talandi um tæki og tól lögreglunnar. Þetta er mjög áhugaverð frétt um hversu hættuleg tækin eru. Horfa til enda.

HRG (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:32

2 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Tazerar og fólk hafa sömu eiginleika beggja vegna Atlantsála.....

Haraldur Davíðsson, 7.9.2008 kl. 23:39

3 identicon

 Þú skrifaðir: "Tasersbecame an integral police tool largely on the strength of the argument that authorities ought to be able to restrain someone without having to shoot them to do it. The news today that five state troopers were involved somehow in using tasers on a driverwho was combative in New Brighton, though rare in these parts, is an incident that may well be added to a growing list of deaths by Taser. The Fridley man was pronounced dead at the hospital. It hasn't been determined if the tasering was the reason"  

Það segir í lokin hjá þér þarna að þegar fréttin var skrifuð var ekki vitað hvort stuðið hafi dregið hann til dauða. Svona til að halda því til haga þá fór málið svona:

"Ramsey County Attorney Susan Gaertner said the State Patrol acted appropriately to subdue Mark Backlund in January and a " Taser was a nonfactor"; an autopsy concluded that he died of drug abuse."

HRG (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 23:44

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Þakka athugasemdirnar HRG ég tel að mannlegt eðli og athöfn séu eins bæði hér og í USA og annarstaðar í heiminum við höfum enga sérstöðu og er sammála Haraldi Hér er dæmi um mannlegt eðli eða mistök http://www.prisonplanet.com/cops-tase-barely-conscious-boy-with-broken-back-19-times-for-non-compliance.html  Þar sem að lögreglan stuðar bakbrotin unglin eftir 10 metra fall vegna þess að hann stóð ekki upp.(Tekið af bloggi Gullvagnsins)  í seinni athugasemdinni sem þu skrifar kemur framm að maðurinn hafi dáið af völdum eiturlyfja en spurningin er hefði hann dáið ef hann hefði ekki verið stuðaður. Það er mikið notað hugtakið  excited delirium þegar dauðsföl verða af völdum tasers þá er það greint sem orsök dauðans.
"He said Taser restrictions should apply in cases of so-called "excited delirium," in which suspects are agitated and have a highly accelerated heart rate. Excited delirium has been repeatedly blamed for sudden deaths after Tasers were used"
En þá er spurninginn hefði þetta fólk dáið ef það hefði ekki verið stuðað? Menn eru ekki alveg samála hvað þetta delerium er sumir segja meira að segja að það sé tilbúningur. 
Ef lögregla skýtur mann og hann deyr er það rannsakað ofan í kjölin ef han deyr af völdum stuðs þá virðist annað vera upp á teningnum þessvegna vil ég heldur vopna lögreglu með byssum menn hugsa sig um áður en þeir beita þeim.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.9.2008 kl. 00:19

5 identicon

Svo að við notum þitt dæmi áfram Jón, hefði verið betra að lögreglan hefði skotið þennan bakbrotna ungling með skammbyssu? Mér finnst það vera boðskapurinn hjá þér. Annars finnst mér dónaskapur gagnvart íslensku lögreglunni að ætla henni að skjóta menn ef þeir neita að standa upp. Það væri forvitnilegt að vita hversu margir lögreglumenn hafi verið kærðir fyrir að misnota valdbeitingartæki sín. Og í framhaldinu má spyrja hvers vegna lögreglumenn ættu að misnota rafbyssur frekar en piparsprey eða kylfur. Verklagsreglur og þankagangur er allt annar hér en í USA. Ég veit ekki hvort þú hefur smellt á tengilinn hér fyrir ofan "áhugaverð frétt". Finnst það ólíklegt þó. Gott að byrja á því. En fyrir þá sem ekki nenna því þá kemur fram í þessari frétt að samkvæmt kanadískri rannsókn er piparsprey öruggasta valdbeitingartæki en rafbyssur næst öruggastar. Hættulegast er að nota kylfur. Miðað við þessar niðurstöður er með ólíkindum að ekki sé barist harðar gegn notkun lögreglu á kylfum. 

HRG (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 08:12

6 identicon

Gott hjá þér Jón að halda teiser umræðunni vakandi. 

Mér finnst að lögreglan hafi aðeins bakkað og reynt að mannvæða viðmót sitt á ný, eftir Rauðavatn og allt það rugl, og er ég þakklátur fyrir þann snúning, enda eins og þú bendir á, ekki tilhlökkunarefni fyrir lögreglumenn að taka á sig móralska ábyrgð á dauða frænda sinna, hvað sem dómstólar segja og snúa útúr með hvítþvotti á teisernum.

Ég myndi vilja að við vísuðum svona erlendum ólátabelgjum umsvifalaust úr landi og styðjum lögreglu í því að geta haldið uppi friði í landinu, án ómannúðlegra pyntingagræja, eins og teiserinn er.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 17:49

7 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Blessaðir HRG ég ætla lögreglu engan dónaskap en menn geta misst stjórnar á sér það er mannlegt. Það er líka forvitnilegt að skoða hvað mörgum kærum á lögreglu hefur verið vísað frá það er þekkt að það er nokkurnvegin vonlaust að ná rétti sínum gagnvart lögjafanum og ég hef aldrei sagt að lögreglumenn misnoti ekki kylfur eða pipar sprey. Ég mótmæli ekki því sem tengillinn sýnir þessar niðurstöður eiga rétt á sér eins og aðrar en hvernig er hægt að bera saman hluti þegar að dauðsföll eru ekki skráð eða talin af völdum stuðs heldur vegna Excited delirium. En það er ekki inntakið með bloggi mínu heldur að varpa fram þeirri spurningu hvort við eigum að láta lítinn hóp erlendra brotamanna breyta Íslensku þjóðfélagi þannig að lögregla hefji vopnaburð. Mín skoðun er nei það á að vísa þeim úr landi strax. Við höfum vísað Hell Angels Falung gong og fleirum burt hvað stoppar okkur í að gera slíkt hið sama í þessu tilfelli. Varðandi bakbrotna unglinginn hefði þá ekki verið betra að kalla strax á sjúkrabíl. Og ef ekki hefði verið fyrir myndband í versluninni leyfi ég mér að fullyrða að ekki hefði verið kært í því máli. Eftir stendur að við eigum að bera virðingu fyrir lögreglunni og hún á að bera virðingu fyrir okkur og lögjafin á að sjá um úrræði til að taka þá úr umferð sem að ekki geta farið eftir þessum reglum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.9.2008 kl. 20:16

8 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Gullvagn kom ekki framm á síðunni hjá þér hver er umboðsmaður Teisers á Íslandi og ég heyrði frásögnu um i dag frá helginni þar sem að einhver sem hefur yfir stuðbyssu að ráða notaði hana á vöðvatröll til að leifa honum að prufa og hann fauk 2 metra aftur á bak ef hann hefði rekið höfuðið í þá hefði hann látist vegna höfuðhöggs af falli en ekki vegna stuðs samkvæmt hinni hefðbundnu skilgreiningu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.9.2008 kl. 20:19

9 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Feel safe and protect yourself with Tazer Guns.Stun gun tazers are in the class of non-lethal weapons and are very effective in protecting yourself.Using the device shown in the photo,
it's as simple as aim, shoot and your attacker
is "out of service"
. How it worksTazer guns work primarily by applying a high-voltage low-current, electrical charge to the target. The weapon accomplish this by firing small spear-shaped electrodes attached to the gun by wire leads.
The advantages of this proven defensive weapon

  • very effective self defense weapon
  • small and portable
  • non-lethal
  • A range of 15 feet allows for a good distance between you and an attacker.
  • legal issues for these are much less in most states in the US
  • Accidental or by-stander deaths are less of a problem

The power of quality Stun gun Tazers

A charge of...

1/4 of a second :
Will cause intense pain and muscle contractions, startling most people greatly.

1 to 2 seconds :
Will often cause the subject to become dazed and drop to the ground

Over 3 seconds:
Will usually completely disorient and drop an attacker, for at least several minutes and possibly for up to fifteen minutes.

Athyglisvert að minu mati

 

Jón Aðalsteinn Jónsson, 8.9.2008 kl. 20:40

10 identicon

Nei - ég veit ekki hver er með umboðið á íslandi, en það er ábyggilega ekki laust, bíður hjá einhverjum vel innvígðum og innmúruðum aðila.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband