Kæri starfsmaður

Sem vinnur í félagslega kerfinu og svaraðir fyrir stuttu manneskju sem leitaði úrlausna til þin til að geta leigt aðeins dýrari íbúð.  Svo hægt væri að flytja úr kjallaraíbúð af ódýrustu tegund þar sem að heildar útsýnið eru fullar ruslatunnur með geitungasveim yfir vegna þess að í viðkomandi sveitarfélagi er búið að einkavæða sorphirðu sem nú er stunduð samkvæmt arði en ekki nauðsyn í aðra aðeins betri íbúð fyrir sig og barnið sem fylgir. 
Kæri starfsmaður ég er ekki að gagnrýna synjun eða aðra meðferð heldur er ég að gagnrýna þau orð sem  þú lést falla í garð persónunnar.  Þin persónulega skoðun á aðstæðum fólks kemur ekki þeim málum við sem að þú ert að afgreiða ég ætla ekki að endurtaka þau orð hér þú veist hvernig þú svaraðir ef þú lest þessa hugleiðingu. Ég vil bara benda þér á að þú ert í þjónustuhlutverki og átt að þjónusta þjónustan þarf ekki að vera fólgin í því að samþykkja allt en persónulegar athugasemdir um hagi fólks og ástæður fyrir beiðnum eiga ekki að blandast í málin.
Kæri starfsmaður ef þú lest þetta vil ég biðja þig um að hafa þetta hugfast í framtíðinni og muna svo að þú ert í vinnu hjá mér og öðrum sem að halda uppi þessu þjóðfélagi og ég vil að starfsfólk mitt sýni viðskiptavinum kurteisi og alúð sama hverjir þeir eru.

Takk fyrir.
Atvinnurekandinn þinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Leitt þegar fólk þjakað af mannfyrirlitningu velst í þau störf sem snúa að neyð náungans.  En þetta viljum við, sósíalískt kerfi, þar sem "ríkið" sér um lítilmagnann.  Með þróun í mannbótamálum, þá fer kerfið vafalaust að sjá um suma lítilmagna á sama líknarlega hátt og var vinsæll rétt fyrir seinna stríð.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband