31.8.2008 | 12:19
Tek ofan fyrir Kanadamönnum
Svona á að vinna málin í samvinnu við þá sem til þekkja og búa á staðnum. Ég hef miklar efasemdir um að Bandaríska innanríkisráðuneytið viti mikið um eða hafi í raun áhuga á ísbjörnum og finnst miklu fremur að um svokallaðan pöpulisma sé að ræða í friðunaraðgerðum þeirra. Færri eru betur til þess fallnir til að fjalla um málið heldur en þeir sem málið varðar og sem að hafa afkomu sína af viðgangi stofnsins og það eru Inuitar en ekki stjórnmálamenn og ofurfyrirsætur. Svo má líka velta þessu upp frá öðru sjónarhorni, eru þessar sífelldu aðgerðir náttúruvernd. Við vitum að náttúran er í sífelldri þróun tegundir koma og fara og allt er breytingum háð. Umhverfisvernd í dag snýst orðið að mestu leyti um að stöðva alla framþróun og skapa staus qou hér á jörðu engu má breyta og allt skal vera njörvað niður til eilífðar. Ef umhverfisvernd hefði verið til 10.000 Bc værum við enn með trékylfurnar á hlaupum.
Varðandi hvítabirni er þetta ágætislesning http://www.telegraph.co.uk/earth/main.jhtml?xml=/earth/2007/10/16/eabjorn116.xml
Svo finnst mér þetta athyglisvert "In the 1960s, there were probably 5,000 polar bears around the globe. Forty years later - thanks largely to a reduction in hunting - the World Conservation Union (IUCN) counts five-times that many"
og þetta
"Campaigners like Gore usually base their claims about 'vanishing' polar bears on observations of just one population. This well-studied group in Canada's western Hudson Bay did decline from 1,200 in 1987 to fewer than 950 in 2004.
But back in the early 1980s, the population numbered just 500. In other words, it's actually doubled over two decades. The much-publicised 'decline' depends on when you start counting."
Mín skoðun er sú að áður en hlaupið er til og eitthvað gert af því bara þurfi að athuga málið greina vandamálið og athuga hvort það er vandamál yfirleitt. Svo á það að vera sjálfsagður hlutur i lífi hvers manns en ekki trúarbrögð að ganga vel um móður jörð og ekki sóa verðmætum að óþörfu.
Næstu skref til verndar ísbjörnum íhuguð nánar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.