Jafnrétti

Gæti verið að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir hinum raunverulegu verðmætum sem eru í lífinu. Það er samvistir við fjölskyldu og vini og að sjá um börnin sín gæti verið að fleiri og fleiri séu að átta sig á því hvað það er gefandi að geta eitt tímanum með afkomendunum. Jafnrétti barna hefur nefnilega ansi oft gleymst er ekki þeirra réttur að þeir foreldrar sem fæddu þau í þennan heim sýni þá ábyrgð að fylgja þeim fyrstu skrefin. Jafnrétti í dag finnst mér meira snúast um jafnrétti til flottra stöðuveitinga í þjóðfélaginu heldur en hið raunverulega jafnrétti. Venjulegt fólk er alveg fullfært um að gæta jafnréttis á heimilinu vinstri grænir þurfa ekkert að hjálpa til við það. Ég tala hér af reynslu vegna þess að meðan mín eigin börn voru á sínum mótunarárum var ég stundum yfir 300 daga á sjó og missti af öllum þeim dýrmætu augnablikum sem að fylgja því að leiða einstakling fyrstu sporin. Seinna þegar lífið skellti mér í þá stöðu að verða uppalandi og núna þegar fyrir örlæti afkomendanna ég fæ að hlaupa í skarðið fyrir dagvistunarstofnanir þá hef ég komist að raun um að hið eina sanna jafnrétti er að fá að njóta samvistanna við fjölskylduna og ég held að fleiri og fleiri geri sér grein fyrir því að það er mikilvægara heldur en hlutir eins og flott starfsheiti eða annað hjóm sem að mölur og ryð fá grandað.

Kíkti í tekjublaðið í dag og sá ekki betur en að þar væri kvenkyns þingmaður með hæstu launin og allt að helmingi hærri en næsti það ætti að gleðja hjarta feminista hef þó ekki heyrt því hampað.


mbl.is Dvínandi stuðningur við jafnréttismál?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband