Mosi eða menn

Ljótt að sjá þessar skemmdir en skil ekki að þeir skuli hafa rekið flokkinn i burtu var ekki betra að klára verkið úr því að hlutirnir voru komnir á staðinn nú þarf að fara aftur á staðinn með tilheyrandi raski til að klára. Einnig stendur mastrið engum til gagns og væri dapurlegt ef að að einhver myndu lenda í nauðum vegna þess. Svo er það spurning ef að vöntun þessa masturs verður til þess að neyðarlínan getur ekki sent nauðsynleg boð eru þá ekki bændurnir ábyrgir fyrir því eins og verktakinn ætti að vera ábyrgur fyrir umgengni um landið. Og skildu svona möstur vera sett upp leyfislaust því ef ekki hver er þá réttur bændanna til að reka flokkinn í burtu væri fróðlegt að vita það því að hér er um almannahagsmuni að ræða. Nær hefði verið að setjast niður með mönnum og laga síðan raskið í sátt og samlyndi það er yfirleitt árangusrikara heldur en að reka menn í burtu með þeim látum sem að því fylgja.
mbl.is Ollu óbætanlegu tjóni í jarðvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Stefánsson

Ég sá nú ekki að mynnst væri á bændur í fréttinni, aðeins var talað um ósátta landeigendur.
Landeigendurnir gætu þess vegna átt heimili fjarri staðnum og það eru yfirleitt erfiðustu aðilarnir að eiga við. Neyðarlínan setur ekki upp möstur nema með leifi sveitarfélagsins, byggingarnefndar og tilheyrandi aðila.
Ég er samt ekki að mæla þeim bót sem ganga illa um landið.

Stefán Stefánsson, 9.8.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband