4.8.2008 | 12:00
En áhyggjur almúgans
Það er gott að vita til þess að menn hafa ekki lengur áhyggjur af bönkunum en það er minna um áhyggjur þar til bærra manna af afkomu þeirra sem að bankarnir hafa þurr mjólkað til að bjarga sér. Er það ekki ámælisvert að duglaus stjórnvöld hafa nákvæmlega ekkert gert til að vernda þjóðina fyrir þessu arðráni. Það er talað um óráðssíu fólks við skulum muna að þetta fólk settist fyrir framan ráðgjafa sem að lagði fram áætlun um kaup á fyrstu eða annarri íbúð eftir þessum ráleggingum var farið en síðan hefur öllum forsendum verið breytt og á næsta ári kemur að vaxtaákvörðunar dögum bankana og þá hefjast fyrst aftökurnar og það jafnvel á fólki sem er með sitt í skilum en virðið stendur ekki undir veði. Það er lítilmannlegt að kenna óráðssíu almúgans um auðvitað offjárfestu sumir en mikil meirihluti als ekki. En þeir sem mestu órássíuna stunduð sleppa stikkfrí með aðstoð stjórnvalda. Mér leikur hugur á að vita hvort neytendavernd gæti ekki komið hér til hjálpar. ef keypt er vara á hún að standast ákveðnar kröfur ef fengnar eru ráðleggingar hjá rágjafa banka á eiga þær ekki að halda vatni og þeir að vera ábyrgir það væri fróðlegt að láta reyna á það.
Það er ekki sanngjarnt að aðalsökudólgarnir sleppi með því að kenna almúganum um alltsaman. Það var meira að segja talað um erlenda aðila sem væru hér að sitja allt í kaldakol hverskonar vitleysingar halda stjórnmálamenn að við séum það vissu allir að það var engin minkur í hænsnakofanum þetta voru heimilishundarnir og hvað er gert við heimilishunda sem að drepa hænurnar og bita lömbin? Þeim er allavega ekki klappað.
Það er ekki sanngjarnt að aðalsökudólgarnir sleppi með því að kenna almúganum um alltsaman. Það var meira að segja talað um erlenda aðila sem væru hér að sitja allt í kaldakol hverskonar vitleysingar halda stjórnmálamenn að við séum það vissu allir að það var engin minkur í hænsnakofanum þetta voru heimilishundarnir og hvað er gert við heimilishunda sem að drepa hænurnar og bita lömbin? Þeim er allavega ekki klappað.
Uppgjör bankanna slá á áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.