Er engin við með hugann við aksturinn

Nú er að koma að verslunarmannahelgi og þá eru auglýsingar um umferðaröryggi áberandi og menn og konur líka hvött til að hafa huga við aksturinn og koma heil heim. Eitt er þó það faratæki sem að virðist vera alveg stjórnlaust og ekki nokkur leið á að vita hvert er að fara en það er þjóðarskútan. Ég vil biðja málsmetandi stjórnendur þessa farartækis að hafa stjórn á utanvega akstri sumra meðlima klúbbsins þar á meðal háttvirtrar umhverfisfrúar og benda henni á að hin Íslenska þjóð er líka partur af umhverfinu og að hennar lífsafkomu þarf að taka inn í allar áætlanir möt og reiknilíkön. Eða hverjir eiga annars að borga umhverfisfrúnni og öðrum í klúbbnum eftirlaunin sem að þeir ætla örugglega ekki að fella niður.  Væri gaman að vita hvaða skoðun Össur hefur á þessu. Og mikið yrði ég nú glaður ef að ég vaknaði einhvern morguninn og kæmist að því að Geir væri búin að slíta þessu vonlausa hjónabandi.
mbl.is Framkvæmdir metnar heildstætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband