26.7.2008 | 10:04
Já hvar er Sturla núna.
Þessi spurning sést sumstaðar á bloggsíðum þessa dagana. Áður en við spyrjum að þessu ættum við að spyrja hvaða stuðning fékk Sturla frá okkur almúganum jú hann var kallaður hryðjuverkamaður svo varla er von að hann sé að eiða tíma sínum í að mótmæla fyrir okkur. Það breytir því ekki að nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað mikið þá hefur eldsneyti hér lækkað um aðeins 1,8% og enn gerum við ekkert í málunum þó að þetta hafi margföld áhrif á líf okar bæði í eldsneytisverði hækkaðri verðbólgu og síðan hækkun lána og hvað geum við sannir Íslendingar jú við hnýtum í þann eina sem að enn hefur staðið upp og sagt núna er nóg komið
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kannski hefur hann bara farið í sumarfrí á vörubílnum sínum með fjölskylduna.
Jóhann Elíasson, 26.7.2008 kl. 10:25
:) daginn Jói kannski hann hafi gert það það sem mer finnst aftur á móti kannski athyglisverðast er þegar verið er að kalla eftir honum jafnvel af folki sem að flokkaði hann sem hryðjuverkamann. Það er svona eins og farisear hefðu farið að spyrja eftir syni trésmiðsins eftir páska. Svð er annað mál að það þarf að koma böndum á olíufélöginn
Jón Aðalsteinn Jónsson, 26.7.2008 kl. 10:49
Við þurfum fleira fólk eins og Sturla, sem geta staðið upp og reynt að berjast fyrir rétti sínum, hvort sem um olíuverð, mannréttindi á flugvöllum, yfirgang ríkisvalds, verðtryggingu og breytilega vexti hjá bönkum meðan fasteignaverð hrynur... það er af nógu að taka.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 21:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.