4.7.2008 | 20:20
Endalaust bull
Olía Olía olía Það er ótrúlegt hvað veröldin lætur spákaupmennina teyma sig á asnaeyrunum með alskyns gróusögum til að afsaka endalausar hækkanir á olíu sem eru ekkert annað en blaður til að auka gróða. Mér hlakkar til þegar að þessi bóla springur að sjá í hvað þeir setja peninginn næst sennilega vatn því alltaf þarf að græða meira og meira til að halda uppi arðinum. Ég spái þvi að á haustdögum snarfalli verðið aftur og mínar spár eru ekki vitlausari en spár greiningadeilda.
Hráolía lækkar í verði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Olíuverðið er ekki alveg í takti við þá gömlu góðu kenningu um FRAMBOÐ og EFTIRSPURNsem ég held að flestir þekki, mér finnst það skjóta svolítið skökku við að framboð skuli aukast (ekki mikið en það eykst lítillega) en eftirspurnin minnkar á Vesturlöndum en eykst í Asíu en niðurstaðan er sú að eftirspurnin stendur nokkurn vegin í stað en samt HÆKKAR verðið og það ekkert lítið, þarna er eitthvað á ferðinni sem passar ekki alveg.
Jóhann Elíasson, 4.7.2008 kl. 23:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.