Fer sagan í hring

Hlustaði á viðskiptaráðherra okkar í dag dásama Evrópu sambandið og gat eiginlega ekki annað en hugsað að svona hefðu sendiboðar Noregskonungs sennilega hljómað líka þegar var verið að koma okkur undir hann og við létum gabbast af gylliboðum um haust og vorskip. Hann eins og fleiri kenna krónunni um allt sem illa fer en krónugreyið er ekki illvirki hún er kringlóttur málmplatti með mynd hún steypir ekki hagkerfinu í voða hún fellur ekki nema henni sé hrint hún einfaldlega gerir ekkert af sér. Það eru aðrir sem að sjá um það og væri viðskiptaráðherra þjóðarinnar ekki nær að skapa það umhverfi hér að menn gætu ekki hrist krónuna eins og eplatré á uppskerutíma til að skapa sér gróða. Það eru lítil myntsvæði í heiminum sem að farnast bara vel en þar leika systkinin Græðgi og Gróði sennilega ekki eins lausum hala. Hef líka hlustað á grátbólgna sendiboða Mammons halda ræður um illvirki íbúðalánasjóðs og hvernig hann steypti öllu í glötun finnst það minna helst á barnaskóla ár mín þegar að mestu jaxlarnir að því er haldið var voru fyrstir til að hrópa það var hann og benda á einhvern alsaklausan félaga eða allavega minna sekan. Mér finnst þó heimurinn eitthvað skrítin þegar að ekki má reka sjóð sem að hefur það frekar að markmiði að lána fólki pening á nokkuð mannlegum nótum til íbúða kaupa ef það er ekki Evrópuapparatinu þóknanlegt væri gaman að vita hvað sama apparat segir um miljarða sambankalán svo til eingöngu ætlað til að styðja bankana er það ekki líka ólöglegt ?. Hlustaði líka á enn einn fræðinginn segja mér að hér væri allt á heljarþröm þangað til klukkan 10  þann 24 Desember 2010 en mundi lagast korter yfir ég hef álíka álit á þessum peningafræðum og veðurfræði eiginlega best til að segja manni hvernig veðrið var í dag hitt er meira líkt Lottóinu og rætist í réttu hlutfalli við vinningslíkur þar. En þetta er nóg í kvöld kannski létti ég á pirringnum sem heltekur mig í augnablikinu yfir stéttum sem að halda að þær séu mikið betri en aðrar og eigi þess vegna að vera í sérmeðferð, seinna í vikunni.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband