29.6.2008 | 23:15
Búið og þó fyrr hefði verið
Nú þurfum við ekki lengur að horfa upp á tárvota karlmenn keppa í dettingum með tilþrifum togandi í buxur og boli hvors annars eða klifra upp á axlirnar á hvor öðrum svona nokkurskonar dýragarðshegðun. Nú getum við aftur unað okkur við fréttirnar ekki það að þær séu svo merkiligar heldur var ég bara orðin vanur því að sofa við þær og endað kvöldblundin yfir sænku drama eða dýralífsmynd með Attenboroug. Mikið var.
Auk þess hélt ég með Þýskalandi.
Auk þess hélt ég með Þýskalandi.
Spánn Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
EM mótið var þó tilbreyting í tilverunni, ég hefði ekki viljað missa af þessari "veislu" eins og sumir kalla mótið. Við taka daufari dagar, þótt alltaf sé gaman að fá fréttirnar á eðlilegum tíma; vonandi verða þær smátt og smátt jákvæðari.
Árni Kr Þorsteinsson, 29.6.2008 kl. 23:57
Sammála þér Jón. Feginn að þetta helvíti sé loksins búið.
Sigurjón, 30.6.2008 kl. 05:19
Árni, ef þér þykir það tilbreyting að geta legið upp í sófa , éta pizzu, þamba bjór og glápa á sjónvarp, þá er eitthvað að. Þetta EM kjaftæði, setti alla sjónvarpsdagskrá úr skorðum fyrir hinum sem engan áhuga hafa á því að horfa á "fullorðna" menn hlaupa um á stuttbuxum á eftir einhverri boltatuðru sem var reynt að koma í mark andstæðingsins með misjöfnum árangri og þess á milli voru "leikatriði" af ýmsum toga, misjafnlega vel útfærð. Ekki tel ég að það hefði nú verið mikið mál fyrir "ríkissjónvarpið" að færa þennan ófögnuð yfir á "alþingisrásina" þar var alveg eins hægt að sýna þetta eins og að vera nánast með stillimynd af húsgögnunum í fundarsal Alþingis allan tímann og leifa þá okkur hinum að fá að sjá fréttir, veður og kastljós í friði fyrir einhverjum fótbolta. Það vill svo til að við borgum líka skylduáskrift að RUV.
Jóhann Elíasson, 30.6.2008 kl. 09:53
Jóhann, ég át hvorki pizzu né þambaði bjór, þegar ég horfði með ánægju á fótboltaleikana, sat bara spenntur í sófa mínum og naut þess að horfa á spennandi íþrótt. Ég veit að það eru skiptar skoðanir á þessu sjónvarpsefni, tel þó að meiri hluti áskrifanda RÚV sé ánægður með þessa skemmtilegur dagskrá. 600.000 manns horfðu á úrslitaleikinn á opnu almenningssvæði í Berlín; milljónir manna um alla Evrópu fylgdust með leikunum; þessi dagskrá var mun skemmtilegri en hefðbundin sjónvarpsdagskrá RUV með lélegum myndum svona almennt, þótt nokkrar undantekningar séu þar á bæ; með fréttum gatt ég ávallt fylgst á gömlu góðu Gufunni eins og þar segir og Kastljós mun nú hefja leik sinn á ný eftir að hinni ffrábæru knattspyrnu "veislu" lauk. Óska Spáni til hamingju með verðskuldaðan sigur !
Árni Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 10:54
Ég er nú ekki alveg viss um að allir séu sammála þér með það að þessi úrslitaleikur hafi verið "betra sjónvarpsefni" en það sem er í hefðbundinni dagskrá sjónvarps. Þótt þú teljir að "meirihluti áskrifenda RUV" hafi verið ánægður með þessa "skemmtilegu" dagskrá, þá veit ég af mikilli óánægju, ekki veit ég hvort það hafi verið meirihluti eða minnihluti. Ekki ætla ég að bera brigður á það að margir hafi fylgst með úrslitaleiknum enda var ég ekki að gagnrýna það heldur að þessi ófögnuður raskaði allri dagskrá sjónvarpsins þann tíma sem mótið stóð yfir ef þér finnst það alveg jafn gott að fólk gat "heyrt" fréttir í útvarpi á gömlu gufunni var þá ekki alveg eins hægt að fylgjast með fótboltanum á gufunni?
Jóhann Elíasson, 30.6.2008 kl. 11:57
Svo er formúla um næstu helgi þar sem Raikonen massar þetta alveg
Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.6.2008 kl. 15:28
Jóhann, ég viðurkenmni að það er erfitt fyrir RÚV að gera öllum til hæfis; að sjálfsögðu var ekki hægt að "sjá" EM keppnina í gömlu góðu gufunni; vegna þess að ég eins og fjöldi annarra er jafnframt áskrifandi að Stöð 2, gat ég inn á milli skipt yfir á þá stöð, en það gerði ég sjaldan einfaldlega vegna þess að EM leikirnir voru það áhugaverðir og spennandi að ég mátti helst ekki missa af neinu. Svona eru sjónarmiðin ólík á þessu sviði eins og á svo mörgum öðrum; mér fannst þetta dagskrárefni RÚV henta mér afar vel í júní og þakka bara fyrir; ég hef líka heyrt að sumar dömur hafa skipt yfir á rás 20 í sjónvarpinu og hlustað á ÍINN þátt Yngva Hrafns og félaga meðan á EM stóð og þannig gert sér dagamun, ef þær og þeir hafa bara ekki verið fá 365 miðlinum, Stöð 2; allt er þetta í góðu gamni sagt og ekkert persónulegt eins og Ólafur blessaður Ragnar segir við viss tækifæri. Nú er þetta allt búið og gert, sjónvarpið komið í hefðbundið form, ég sá hinsvegar filmuna HINRIK VIII í gærkveldi og ég verð að segja að mér fannst nóg um, dökkt tímabil í sögunni !
Árni Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:47
Ef það var alveg nóg fyrir "okkur" að heyra fréttirnar þá hlýtur "ykkur" að hafa dugað að heyra fótboltalýsingar frá EM. Það sem þér finnst ekki gott sjónvarpsefni getur öðrum þótt gott og öfugt. Um þetta efni verðum við víst seint sammála ég held að við séum báðir búnir að koma skoðunum okkar á framfæri og getum ekki sagt að ein skoðun sé betri en önnur því finnst mér að við eigum bara að virða skoðanir hvors annar, við breytum hvort eð er engu úr þessu. Ég vil þakka þér góð skoðanaskipti og ennfremur biðst ég afsökunar ef ég hef misboðið þér á einhvern hátt.
Jóhann Elíasson, 30.6.2008 kl. 22:17
Jóhann, þakka fyrir þetta; við fáum engu um breytt, en dapurlegt er að heyra um fjárhaga Útvarpsins ohf í fréttum í kvöld. Erfitt verður að fjármagna góða dagskrá ef um 400 milljónir vantar uppí reksturinn nú og í fyrra. Hvað allt þetta dagsskrárefni snertir, getum verið sammála um að vera ósammála og það er nú bara ágæt lausn útaf fyrir sig. Bíð svo góða nótt, ræði ekki meira um EM - en það gladdi gamalt hjarta, þegar ég, gamli og tryggi KR-ingurinn, frétti að KR hefði marið sigur í Frostaskjólinu í kvöld. - Svona er nú það !!! - Ekki meira um knattspyrnu í bili. Alltaf ánægjulegt að heyra sjónarmið ykkar á þessari blog.is síðu.
Árni Kr. Þorsteinsson (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.