29.6.2008 | 18:24
Er umhverfið æðra manninum?
Árið er óvist ártal í ekkert svo fjarlægri fortíð árið sem að mannfólkið ákvað að náttúran skildi njóta vafans og ekki skildi byggja upp neitt sem að eyðilegði óspjallaða náttúru. Því sit ég núna og skrifa þetta með fjöðurstaf í döpru skini grútarlampa í köldum torfkofa. Nágranni minn kona hans og elsti sonur dóu öll úr hvítadauða á vormánuðum meira en helmingur fæddra barna í hreppnum lést úr mislingum hettusótt barnaveiki og kíghósta. Svo hefur lömunarveikin tekið sinn toll í sveitinni. Vistabandið heldur enn og menn eru almennt háðir því að haustskipin komi til að möguleiki sé að tóra veturinn. En við getum glaðst yfir því að árnar renna enn óbeislaðar og hamla allri umferð um landið og stelkurinn syngur í óframræstum mýrunum guði til dýrðar.
Árið er eitthvað óvist ártal í ekkert svo fjarlægri fortíð. Þetta er árið sem að þeir sem vildu sækja fram jafnvel þó að náttúran og umhverfið myndi breytast unnu sigur fyrir sitt málefni. Því rita ég þessa stafi á tölvu umkringdur skjannabjörtum rafljósum með hitaveitu í húsinu. Til er fólk sem veit ekki lengur hvað hvíti dauði var barnadauði er með því minnsta sem gerist vistaband og takmarkaðir flutningar heyra sögunni til. Þetta hefur þó kostað það að mýrar hafa verið ræstar fram og ár beislaðar stóriðju komið á fót ásýnd landsins hefur breyst.
Ég er ekki í vafa um það hvorum flokknum ég tilheyri og ekki heldur í vafa um hvorum flokknum flestir myndu tilheyra ef þeir hefðu fundið fortíðina á eigin skinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
alveg sammála þér, við eigum ekki að láta rugla í okkur með einhverju "grænu" kjaftæði, þar sem dýr eru heilagari en fólk, og alla hegðun þarf að fá stimplaða af grænum kommisörum.
en ég er á móti rafmagnsgjafarsamningum við erlenda auðhringi, meðan almenningur og íslensk smáfyrirtæki verða að greiða blóðugt okurverð fyrir orku.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.