Ofbeldisfullar Konur

Getur það haft áhrif að hér er kona að misþyrma karlkyns barni sínu getur það haft áhrif að hér er um að ræða tvær konur sem búa saman Ekki veit ég það en hitt finnst mér athyglisvert að ekki séu komin ca 30 - 40 blogg  þar sem að útlistaðar eru þær refsingar sem brotamanneskja ætti að fá.
Reyndar hafa komið upp mál undanfarið þar sem að börnum er misþyrmt og gerandinn er kvenkyns og það er sama sagan það ríkir hálfgerð þögn um blogg heima. Skildi vera að fólk geri greinarmun á afbrotum og að hreint ofbeldi sé fyrirgefið svo lengi sem að það er ekki kynferðislegt og að gerður sé greinarmunur á kyni geranda. 

Hvernig væri umræðan núna ef fyrirsögnin væri  Karlmaður þvingar barn sitt til að sitja í þvagi og saur milli þess sem að hann steikir það á eldavélinni '


mbl.is Móðir misþyrmdi fimm ára syni sínum skelfilega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mig langar ekki að blogga um svona yfirgengilegan viðbjóð. Hvort sem í hlut á karl eða kona.

Hólmdís Hjartardóttir, 20.6.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er sammála þér en er að benda á ákveðið misræmi eða tviskinnung sem virðist vera í gangi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.6.2008 kl. 12:47

3 identicon

Ég held að það sem geri fólki erfitt fyrir í því að tjá sig um þetta mál sé hreinlega að maður á ekki til lýsingarorð sem ná yfir þær tilfinningar sem maður finnur fyrir við að lesa þessa frétt.

Að móðirin sé ill eða vond, gegnsýrð af hatri á litlu barni, að hún sé geðveik eða brjáluð eru bara ekki orð sem ná yfir tilfinningar manns. Það vantar mikið uppá að maður finni orð til að tjá sig um málið.  En fyrst og fremst finnst mér þetta bara óskiljanlegt og er fegin að barnið er loksins komið úr hennar umsjá.  

Karlotta (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þessar konur eru augljóslega mjög veikar og held ég að engu skildi breyta ef þetta hefði verið dóttir.  Ég velti líka fyrir mér að þegar hún mætti til barnaverndar var hún með 2 börn stúlku og dreng.  Ætli hún eigi annað barn?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 20.6.2008 kl. 12:51

5 identicon

Konur eru "veikar" en karlar eru "skrímsli"

Svona er skilgreiningin í dag

Pabbi (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 13:19

6 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Er samála öllu sem að stendur hér að ofan en spyr aftur hversvegna verður umræðan miklu hömlulausari og grimmari ef karlmaður er gerandin er eitthvað annað þegar kona beytir ofbeldi eða þegar karlmaður gerir það.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.6.2008 kl. 14:05

7 identicon

Kannski er ástæðan fyrir þessu sú að það eru innan við 3 tímar frá því að fréttin kom inn. Fólk er bara ekki búið að blogga um þetta ennþá.

Guðrún (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 14:40

8 identicon

Miðað við að þú bloggar um fréttina 20 mínútum eftir að hún er birt finnst mér ekkert skrítið að það séu ekki 20 eða 30 manns búnir að blogga um hana.

En mér finnst líka skrítið að í hvert skipti sem einhver kona gerir svona þá kemur mjög oft í kjölfarið karlmaður með svipað blogg og þú varst að blogga fyrr í dag.

 Annars skiptir það mig engu máli hvort kynið misþyrmir mér finnst það alltaf jafn ógeðslegt og ófyrirgefanlegt.

Sonja (IP-tala skráð) 20.6.2008 kl. 18:06

9 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Vegna þess hve algengri hlífðarhendi er haldið yfir mæðrum, Því börnin fylgja þeim (- því miður -) yfirleitt við sambúðarslit/skilnað, þá má ekkert slæmt segja um þær, fjölmiðlar og almenningur mest allur, trúa engu illu á mæður.

Mín sorglega reynsla af ofurvaldi mæðra sem beita börnin sín "FÖÐURSVIPTINGU", þ.e.a.s., þegar börnin fá ekki að heimsækja eða umgangast pabba sinn, sama hvað þau gráta og væla um það að fá að fara til pabba og jafnvel fá að dvelja hjá honum, er slík að sárari er en tárum tekur.  Það er svo tilgangslaust að reyna að fjalla um þessi mál í fjölmiðlum, þau eru ekki í tísku.  Femínistarnir hafa af eðlilegum og sjálfgefnum ástæðum ekki áhuga að vekja máls á þessu. 

Barnaverndarsamtökin á Íslandi og Barnavernd Reykjavíkur eru samsettar yfirleitt um 90+% af konum.  Einnig sú deild hjá Dómsmálaráðuneytinu sem fjallar um þessi mál.  Einnig Sifjadeild Sýslumansembættisins í Reykjavík.  Þar er ekki litið eftir hagsmunum barnanna, - sama hvað þær segja - það þekki ég af eigin raun.

Ég hef það eftir fyrrverandi framkvæmdastjóra Barnaverndar Reykjavíkur, að börn hafa ekki mannréttindi á meðan á umgengnisdeilu stendur.  Mannréttindin að fá að heimsækja pabba sinn (þegar þau vilji það sjálf, mest af öllu).  Ég spurði framkvæmdastjórann að þessu beint og fékk þau svör.

Talið er samkvæmt rannsóknum um "Parental Alienation Survey" að um 75% þeirra mæðr sem beita börnin sín föðursviptingu séu geðveikar, hinar hafa e.t.v., eitthvað til síns máls (Þá er það allt annað mál).  Talið er að þær telji sig vera hefna sín á föðurnum [með því að beita börnunum fyrir sig ómeðvitað] og særa hann eingöngu

Ég legg að þér og félögum okkar í Bloggheimum að lesa linkana sem að Jón Aðalsteinn Jónsson sendi inná athugasemd ANDREU kl. 17:26 í dag 20/06-2008, fyrr en síðar.  Þetta er löngu vitað mál.  Jay Leno hefur verið að grínast með þessar rannsóknir í skemmtiþáttum sínum, því að þetta heyrir fólk, veit af því og gerir ekkert í því.  (Kven-kennarar margir hverjir nauðga og/eða misnota á annan hátt, nemendum sínum af báðum kynjum, en sleppa oft því þær eru konur.)

Látum okkur ekki dreyma um að FEMÍNISTAR lesi þessa linka hans Jóns Aðalsteins, hvað þá að kommentera á þá.  Þær telja þetta árás kvenþjóðina. 

Ég er farinn að froðufella af reiði og ætla að hætta núna.  Bara að bæta því við að varðandi þetta barn sem var misþyrmt af móður sinni (í þögulli vernd vinkvenna sinna sem slógu um hana "þagnarmúr", sem fréttin er um) þá eru slíkar "vinkonur" til á Íslandi, það veit ég af eigin reynslu - ein er starfandi lögregluþjónn - það stóð í skýrslu til Sýslumannsins í Reykjavík og ekkert gert varðandi hana.  Femínisti af flottustu tegund.  Lausnin er að nota neyðarlínuna 112 meir en fólk gerir þegar tilfelli um barnaníðaslu mæðra eru í gangi, hverju nafni sem sú níðsla er nefnd. 

Kveðja

Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 20.6.2008 kl. 19:27

10 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Þú ert nokkuð rammur Björn bóndi og ekki alveg sáttur. En það er nokkuð til í þessu hjá þér. Karlmenn eru auðvitað miklum agressífari og ofbeldisgjarnari en konur það er engum blöðum um það að fletta. En ofbeldi kvenna er öðru vísi, það hefur allt annan karakter. Það er mikið erfiðara að sjá það, skilgreina og refsa fyrir það.

Ætli dæmi þitt um föðursviftingu sé ekki bara ágætt dæmi. Það er náttúrulega ansi brútalt inngrip í líf barns valda því "föðurmissi"ef svo má segja. En þetta liggur í eðli konunnar og karlmaðurinn á að vita þetta. Svo leyfi ég mér að segja að heilbrigður karlmaður myndi ekki óska sér þeirrar stöðu að barn þeirra væri svift móður sinni. Menn gera sér grein fyrir því að þá missir barnið af sér. Þetta er eins og í sögunni um dóm Salomons. En sá sem "missir barnið" gegn vilja sínum getur verið að sýna því meiri kærleika en sá sem hrifsar það til sín. Hann má bara alls ekki yfirgefa það fyrir fullt og allt, allar rannsóknir sýna að það er það versta fyrir barnið.

Þú segir að þetta sé í tísku og ekki hægt að ræða þetta: Googlaðu á grein sem heitir Misandry is the message. Hún varpar ljósi á ýmislegt.

Guðmundur Pálsson, 21.6.2008 kl. 00:03

11 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

þakka all hófstillta umræðu það er mikið til í því hjá þér Guðmundur að stundum er það barninu til meira gagns að draga sig í hlé og leiðast ekki út í einhver vigaferli og einmitt það að vera til staðar að yfirgefa það ekki fyrir fullt og allt er eitt það mikilsverðasta sem að foreldri getur gert þvi að óyfirstiganleg hindrun i dag getur breyst í að verða varla þúfa á morgun

Jón Aðalsteinn Jónsson, 21.6.2008 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband