20.6.2008 | 11:40
Tvískinnungur
Bani maður annari manneskju er hann morðingi myrði hann nokkrar telst hann fjöldamorðingi og sé um helling að ræða þá er verknaðurinn glæpur gegn mannkyni. Þetta á við ef notað er vopn til verknaðarins það er beitt afli og höndum til að framkvæma verknaðinn. Yfir þetta ná síðan lög og sá brotlegi yrði dæmdur til dauða eða eilífrar fangelsisvistar.
En myndi hann valda því með framvirkum samningum að matvæli hækkuðu í verði nýta síðan fjölmiðla í áróður til að hækka þau enn meira og gera fleiri framvirka samninga og mynda með því gervi eftirspurn þannig að verð rýkur upp, þusundir manna komast á vonavöl og deyja þá er hann fjárfestir buisness maður útrásarvíkingur eða hvað sem að það heitir og afleiðingarnar ekki dómur og aftaka heldur virðing lotning og tilbeiðsla.
Er þetta ekki eitthvað skrítið og öfugsnúið er um við kannski ekkert að sigla inn í öld upplýsingartækni heldur bara þá gömlu góðu nú grímulausari en nokkurn tíman áður það er öld Midasar og Mammons. Og ekki er sama Jón og Séra Jón
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.