Er ekki eitthvað bogið við þetta

Þarf ekki að endurskoða vísitölu einhvers sem að ekki selst er að hríðfalla í verði og er að setja fjölda fólks á hausinn. Samt sem áður veldur einhver óskilgreind ástæða því að þessi liður hækkar í vístölu og eykur því enn á þjáningu almgúans en núna í öðru veldi jahérna
mbl.is Fasteignaverð hækkar á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk er ekki að fara á hausinn vegna verðbólgu eða lækkaðs/hækkaðs húsnæðisverðs. Það er að fara á hausinn vegna gríðarlegra lántöku í erlendum myntum þrátt fyrir aðvaranir um að sveiflur gætu verið miklar.

Veit þetta fyrir víst því að ég tók á sínum tíma 100% lán fyrir minni íbúð og var ráðlagt að láta mér ekki detta það til hugar að taka erlent, þrátt fyrir að mér hafi staðið það til boða. Nú hafa afborganir á þessu láni vaxið um 3000kr á mánuði á síðustu 3 árum á meðan að fólk sem tók erlendu lánin eru að fá á sig 40% hækkun........djís! Það væri í lagi ef það gæti tekist á við þetta....tímabundið þar sem að gengið lækkar nú vonandi aftur.

En því miður þá er það nú þannig að á eftir nýju íbúðinni þá voru menn gjarnir á að kaupa sér nýja bíla, flatskjái, mublur úr Casa, allt á krít en ofsa flott. Þá gerir maður nú ráð fyrir að lítið sé eftir til að takast á við þessi "áföll" sem þó voru alveg fyrirsjáanleg, enda hefur gengi krónunnar ávallt verið sveiflukennt.

Því miður er hægt að skrifa mjög mikið af þessum vandræðum íslenskra heimila á nákvæmlega þetta. Þetta er ekki allt bönkunum að kenna, bara megnið :)

Ellert (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 16:50

2 identicon

Ellert. Ef íbúðarverð hækkar þá hækkar vísitalan sem þýðir að höfuðstóll íslenskra lána hækkar sem þýðir að bankarnir græða og fólkið tapar.... Þú verður að horfa á hvað uppgreiðsla lánsins þíns er en ekki hve mikið mánaðarleg afborgun hækkar.

Snorri (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 17:36

3 identicon

Fasteignaverð hefur lækkað um meira en 30% í krónutölu.

Því má segja að fasteignaverð hafi lækkað um 30% ekki hækkað, þessi frétt hjá mbl er ekkert nema lýgi.

Andri (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 19:47

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það sem eg er að yja að er að mer finnst skrytið eins og astandið er að vísitala húsnæðisverðs geti hækkað meðan að Ibuðalánasjoður er að hugsa um að hætta að lána til nýbygginga. Einhverjir eru þá að lána eða einhverjir eiga alveg kommu af peningum eða þá að þessi hækkun er byggð á örfáum eignum sem að skekkja myndina og valda hækkun á vísitölu sem er ekki rétt

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.6.2008 kl. 19:49

5 identicon

Það skal tekið fram að ég fékk íbúðina frekar ódýrt miðað við markaðsverð á sínum tíma. Veðsetning miðað við ásett verð í dag og stöðu lána er einvörðungu 72% :P

Ellert (IP-tala skráð) 13.6.2008 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband