3.6.2008 | 20:16
Ég var rændur
Það telst nú ekki orðið til tíðinda að vera rændur á þessu skeri en mér sárvantaði kaffipoka og skrapp því í klukkubúðina mína og keypti einn pakka 292 kr stærð 4. Og þar sem að ég stóð í röðinni og afgreiðslustúlkan renndi pakkanum í gegn og sagði svo með bros á vör 319 kr takk fyrir. Ég missti mig aðeins enda ekki i fyrsta sinn sem að ég verð fyrir þessu misræmi í búðum. Vildi þó ekki hella mér yfir unglinginn í afgreiðslunni borgaði pokana og gekk út og gat ekki að þvi gert að glotta þegar ég gekk framhjá skiltinu hér er allur þjófnaður kærðu. Ef eitt á yfir alla að ganga hefði ég eiginlega átt að kalla til lögreglu en þetta er svo litið bara nokkrar krónur. En þetta er álíka þjófnaður og eitt Nissa stykki sem að unglingur lendir á sakaskrá fyrir ef að þjófnaðurinn er á hinn veginn 250 kr súpa og það er fangelsi. Næst held ég að ég leggi vöruna á borðið og taki upp farsíma og hringi i 112 jafnvel þó að mér þyki leiðinlegt að gera afgreiðslufólkinu það eina spurningin er hvern á að snúa niður og hvern á að hysja niður um eða meisa hver er ábyrgur fyrir því að hillumerking og verð á kassa standist. Veit það ekki en held ég hringi samt Ég er búin að fá nóg allav
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Blessaður vertu ég hætti við að við að versla í einni klukkubúðinni í Hafnafirði um daginn, mér var algerlega misboðið þegar ég las á verðmiðann.
Það er verið að fara offari í að hækka verð núna þessa dagana og ég hef áhyggur af því að það sé verið að læsa efnahagslífinu föstu með háum vöxtu og skæ hæ verðhækkunum.
Sigurjón Þórðarson, 5.6.2008 kl. 00:59
Maður verslar ekki í klukkubúðunum nema í algjörum neyðartilfellum bæði vegna verðlagsins og svo þess að það virðist vera afskaplega lítið samræmi í merktu verði í hillum og svo þess verðs sem er á kassa, ég kannast ekki við dæmi um að verð á kassa hafi verið lægra en merkt verð í hillu.
Jóhann Elíasson, 5.6.2008 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.