Stripp eykur athygli

Mér fannst hálf komiskt að sjá dómsmálaráðuneytið skúrað það hvarflaði að mér að það hefði verið mikilfenglegt ef að þessar vösku konur myndu nú skera upp sömu herör á móti dópsölum og skúra þá af götum bæjarinns. Ég er á móti mannsali en ég er líka á móti því að hægt sé að stunda sölumennsku sem að banar fjölda mæðra á innan við ári það þarf að gera eitthvað og það strax. Fólk er orðið hrætt við að þrifa garða sína hrætt við að stinga sig á nálum neysla fer hraðvaxandi lifrarbólga eykst en bloggheimar fara ekki á límingunum yfir því í heild er þjóðfélagið alveg ótrúlega rólegt yfir þessu hefðu þessar ungu konur dáið úr flensu alnæmi eða berklum væri litið á þetta sem faraldur og gleymum því ekki að í fréttum hefur bara verið talað um mæður hvað hafa margir aðrir fallið fyrir þessum vágesti á þessum tíma. Mér finnst þessi mál fá ótrúlega litla athygli og viðbrögð við skulum ekki gleyma þvi að við erum rétt rúm 300 000 og búum á eyju það ætti að vera hægt að hreinsa þetta út allavega að minnka það mjög mikið og halda því niðri. Þetta er eins brýnt baráttu mál eins og að banna kjöltudans en kannski ekki eins áhorfs og auglýsingavænt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband