24.4.2008 | 11:10
Blekkingarleikur eða raunhæfur samanburður
Því er haldið fram að bensínverð á Íslandi sé með því lægsta sem gerist á byggðu bóli í Evrópu en er það tilfellið það er athyglisvert að samanburðurinn er yfirleitt i Íslenskum krónum og afhverju jú vegna þess að það hentar reiknimeisturunum.
Lítum á dæmi úr ímyndaðri veröld, i þeirri veröld er danskakrónan jöfn okkar það er 1 ISK = 1 DKK Daninn er með 10 DKK á tíman og Íslendingurinn 10 ISK. Bensín á báðum stöðum kostar 10 Kr þannig að báðir þurfa að vinna 1 klst fyrir líter. Nú þarf Íslendingurinn að súpa seiðið af útrás bankanna og taka á sig birgðar láglaunamannanna í bankakerfinu svo að Íslenska krónan fellur og eftir það er 1 DKK = 15 ISK Vegna þessara aðgerða hækkar líka bensín á Íslandi í 14 kr ISK Íslendingurinn mótmælir þessu og er lamin af löggunni um leið og sagt er sjáðu bara bensín í Danmörk er mikið dýrara það kostar 15 kr per líter, Íslendingurinn skammast sín fer heim og nær sér í vinnu númer þrjú. En er þetta rétt. Daninn er enn með 10 kr á klst og fær sama lítrafjölda fyrir 1 klst i vinnu. Íslendingurinn er enn með 10 kr ISK á tímann en verður núna að vinna 1.5 klst fyrir líternum. Eftir stendur jú bensín er dýrara í Danmörk í Íslenskum krónum það kostar 15 kr Íslenskar literinn eftir að krónan var skorin niður við trog. Ótrúlegt hvað við látum oft glepjast séu bornir saman svona hlutir á að bera þá saman í fjölda vinnustunda ekki í breytilegum stærðum.
Ég veit ekkert hvað bensin kostar í Danmörk i dag en er að benda á að aðferðarfræðin í samanburðinum er að mínu mati ekki rétt
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég bý í Danmörku og hef einmitt verið að benda fólki á þetta sama. Ég hef verið að borga það sama fyrir lítrann í DK frá því í haust eða í kringum 10 DKK. Þetta eru svo fáránleg rök að segja að bensín sé jafnvel bara dýrara í öðrum löndum en nota svo íslensku krónuna til viðmiðunar!
Björn Þór (IP-tala skráð) 27.4.2008 kl. 20:22
Takk Björn má vonandi vinta í þetta það er farið að fara í taugarnar á mér hvernig reynt er að ljúga að okkur endalaust hér á klakanum :)
Jón Aðalsteinn Jónsson, 27.4.2008 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.