19.4.2008 | 18:21
Þarf allt að þenjast út
Hvað er að rólegum hagvexti það þarf ekki allt að blása út eins og blaðra og það er ekki lögmál að alt þurfi að skila 20% arði. Nei höldum okkar og miðum það sem við höfum við þann mannfjölda sem er hér. Það hlýtur síðan að vera til nóg af gáfuðu fólki hér allavega höfum við ansi marga háskóla miðað við hausafjölda svo að það ætti að vera hægt að finna einhverja nothæfa til starfa. Vandamál framtíðarinnar er skortur á iðnmenntuðu fólki því engin er i dag maður með mönnum nema að vera BS MS MA eða hvað þetta allt heitir. Að vera bara rafvirki eða pípari ussssssssssssss það er sko ekki inn í dag. Er eiginlega viss um að allmargir sem eru að hefja framhaldsnám vita varla hvað það er.
Samkeppnisstaðan um hæft starfsfólk í meðallagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mætti líka alveg segja þeim sem eru að hefja framhaldsnám hvað meðallaunin í ýmsum starfsgreinum eru - held að talsvert fleiri myndu fara í iðnnám ef þeir sæu að margir iðnaðarmenn hafa það mun betra launalega en "skrifstofublókin".
Gulli (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:05
Og vinnan alls ekki verri gulli
Jón Aðalsteinn Jónsson, 20.4.2008 kl. 18:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.