Riðlast á þeim sem verða undir í lífsbaráttunni ?

Ég heyrði af dæmi sem vakti áhuga minn. Einstaklingur sem keypti hús lendir í greiðsluerfiðleikum húsið endar á uppboði  fer á 21.000.000 til þess sem á veðin. Þá eru eftirstöðvar skuldarinnar 6 000 000 viðkomandi fær frest til að bjarga sínum málum og í frestinum kemur tilboð upp á 27 000 000 i eignina. Einhvern vegin hefur bankinn rétt (?) til að koma í veg fyrir söluna á eigninni á þeirri forsendu að hún sé meira virði og krefst þess að eignin sé seld á minnst 30.000.000 Ef af sölunni hefði orðið þá hefir viðkomandi getað byrjað á 0 í staðin fyrir að hafa 6 000 000 a bakinu. Mér finnst áhugavert að sami aðili og leysir til sín eign á 21.000.000 verðleggur hana síðan á 30.000.00 þegar skukldunautur getur selt hana Í mínum augum lýtur þetta þannig út að bankinn ætlar sér að taka húsið á 21 selja það á 30 og síðan halda áfram að ganga að viðkomandi með 6 miljónirnar á Íslenskum vöxtum og með því skapa gróða upp á 15 000 000 + Með því að koma í veg fyrir það að einstaklingur geti bjargað sér úr klípunni sér skuldareigandi um að skuldari verður ekki nýtur þjóðfélagsþegn næstu 10 til 15 árin og verður að miklu leyti á framfæri félagslega kerfisins meðan að verið er að brjótast úr viðjum gjaldþrotsins. Það sem að mér finnst þó athyglisverðast er að það er komið tilboð í eignina upp á það verð sem að samkvæmt frjálsum markaði kaupendur eru tilbúnir til að borga en þá á óeðlilegan máta getur bankinn neitað sölunni með því kemur hann í veg fyrir kaupin og heldur eigninni á einhverju ýminduðu verði sem enga stoð á sér í raunveruleikanum og enginn vill borga þannig heldur hann upp fölsku íbúðaverði sem að heldur síðan uppi falskri verðbólgu og falskri eignamyndun hjá stofnunum sem að eiga mikið af eignum sem að hafa verið innkallaðar. Er það ekki brot á samkeppnislögum  að koma í veg fyrir frjálsa verðmyndun. Nú væri  fróðlegt að fá að vita hvort að einhver getur frætt mig á hvort þetta er löglegt og ef ekki hvert á að leita til að kæra það. Ég fer ekkert í grafgötur með það að mér finnst þetta siðlaust eins og svo margt nú til dags á okkar landi.  Tek það fram að þetta snýst á engan hátt um það að fólk eigi ekki að borga það sem það fær lánað en fólk sem að lendir í erfiðleikum hlýtur að eiga einhver mannréttindi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Jón.

Það er kominn tími á að  rannsaka aðferðir Banka til að ganga að eignum fólks

gangi fyrir sig.    

 T.D. er þetta löglegt ferli sem á sér stað þarna í þessu tilfelli og ábyggilega fleirum sambærilegum?

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 15:22

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sammála þér og það er til email frá skuldareiganda þar sem þessar staðreyndir vegna neitunar koma fram og það mail er hreinlega dónalegt ekki eins og sleikjuskapurinn þegar verið er að koma á viðskiptum

Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.3.2008 kl. 15:29

3 identicon

mér finnst þetta afar óréttlátt, ef bankinn kemur í veg fyrir sölu á 27m, þá finnst mér að hann verði að taka slaginn sjálfur, þ.e. eiga forkaupsrétt en geta ekki bara haldið fólkinu í snörunni, þegar þeir eiga með réttu að hafa sloppið!

Eru nei-tendasamtökin meðvituð um þetta dæmi?

Gullvagninn (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 00:04

4 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

það er einn flöturinn á þvi enn að tala við neytendasamtökin þakka abendinguna og klem henni afram

Jón Aðalsteinn Jónsson, 30.3.2008 kl. 08:39

5 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Hér eru ekki einhverjir smákrimmar á ferð, heldur er hér stór stétt lögmanna landsins að skipta bróðurlega á milli sín kökunni. Þeir fá að stunda "löglegan" þjófnað í stórum stíl af almúga landsins og það ótrúlega er að stjórnvöld leggja blessun sína yfir allt saman.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.3.2008 kl. 10:52

6 identicon

Það er eitt sem vefst fyrir mér, við borgum skatt til ríkisins, seðlabankinn er svo ríkisrekinn, en hann lánar svo skattpeninga okkar til bankana sem lána okkur skattpeninginn tilbaka á vöxtum.

Ef allir peningar eru gefnir út sem lán í banka og bankinn tekur 5% vexti. Hvaðan eiga þá þessi 5% að koma til að borga bankanum tilbaka.

Andri (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband