29.3.2008 | 14:39
Búið að finna þá sem að felldu gengið
Og búnir að játa líka ekki satt eð a eins og segir um Íslensku bankana Í Times "Blaðið segir, að allir stóru íslensku bankarnir hafi búist við því undanfarin misseri að gengi krónunnar myndi lækka og því hafi þeir tekið stöður gegn krónunni. Þá hafi bankarnir einnig átt mikil viðskipti við evrópska miðlara, sem hafa keypt krónur til að nýta sér háa vexti á Íslandi" Dabbi skelltu þér nú i málið við bíðum
Heimamenn þekkja líklega gjaldmiðilinn betur en hinir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jón.
Ef rétt er, Hvað þá? Já, Davíð er mikill vandi á höndum.Því hann hefur sjálfur látið hafa eftir sér orð, sem hann verður sjálfs síns vegna að fylgja eftir!
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 15:17
Öhhhh Glitnir og Kaupþing gáfu nú út spá 12 mánuði fram í tíman miðað við 18% gengisveikingu frá 110 í 130, ekki skrítið að menn reyni að verja sig gegn þessu.
Menn verða að ákveða sig hvort þeir ætla að rakka þá niður fyrir að verða óábyrgir eða fyrir að ráðast á gjaldmiðilinn. Kaupþing er með 1/3 af umsvifum sínum á íslandi og Glitnir helming.
Þeir hafa ekki grætt 155M íslenskar krónur fyrr en þeir hafa keypt þær aftur og þá styrkist gengið hehe
Nú hefur krónan fengið raun gengi sitt og er ekki óeðlilega sterk sökum jöklabréfa lengur.
Johnny Bravo, 29.3.2008 kl. 15:46
En eftir stendur spurninginn er þetta löglegt Það virðist vera einhverjum vafa undirorpið sé hlustað á davið
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.3.2008 kl. 16:31
Sammála Johnny.
Auðvitað verja fyrirtæki sig sem hafa tök á því gegn gengislækkun, annað væri bara út í hött.
Bragi, 29.3.2008 kl. 17:40
Jamm, göfugt að verja sig svona vel, meðan almenningur getur ekki varið verðtryggðu lánin sín.
molta, 30.3.2008 kl. 09:14
Ríkisstjórn Íslands ákvað að gefa nokkrum vinum sínum ríkisbankana og jafnframt óskorað veiðileyfi á íslensku þjóðina.
Engar veiðar hafa gengið neitt í líkingu við þær veiðar sem skila sér inn í vinnsluna allan sólarhringinn.
Mér finnst þetta farið að ganga of langt.
Þess vegna legg ég til að veiðileyfið verði takmarkað rétt eins og leyfið á rjúpuna og hreindýrið. Það mætti hugsa sér að skipta árinu í fjögur veiðitímabil sem yrði svona 30 dagar í senn.
Árni Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.