Breytir ekki öllu

Það er framfara skref að fella niður stimpilgjöldin en að sú aðgerð ein og sér skipti fólk í húsnæðiskaupum öllu máli finnst mér rangtúlkun.  Það hefur ekkert breyst að til þess að geta keypt húsnæði þarf fólk að hafa safnað fyrir ákveðnum hluta þess. Ég ætla að vona að unga fólkið láti ekki glepjast til að kaupa bara vegna þess að stimpilgjöld séu að falla niður.
Það sem þarf að laga er fáránlega hátt fasteignaverð sem haldið er uppi af einhverjum óútskýranlegum kröftum þegar búið er að lækka það þá á  ungafólkið að hugsa sér til hreyfings.

Það skildi þó ekki vera að bankarnir haldi uppi húsnæðisverði.


mbl.is Rót virðist komið á fasteignamarkaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Fasteignaverðinu er ekki haldið uppi af „óútskýranlegum kröftum“. Skýringarnar eru mikil fólksfjölgun á Íslandi, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og aukin kaupgeta. Loks sýnir reynslan að eftir að verð hefur náð hámarki og eftirspurn fer minnkandi líður alltaf nokkur tími þar til seljendur sætta sig við óbreytt eða lækkandi verð. Á þessu ári, sem áður, mun þróun húsnæðisverðs ráðast af:

1) fólksflutningum (á þeim gætu orðið miklar og snöggar breytingar, en aðstæður á landsbyggðinni benda til þess að fólk muni áfram flytjast suður í ríkum mæli),

2) kaupgetu (hún mun líklega haldast mikil hjá kaupendum lítilla íbúða, sem reiða sig mest á Íbúðalánasjóð, en gæti minnkað hjá kaupendum stærri eigna) og

3) ýmsum óvissuþáttum (t.d. þróun hlutabréfamarkaðar) sem hafa áhrif á söluvilja fasteignaeigenda.

Þegar allt þetta er tekið saman er líklegt að þrýstingur á húsnæðisverð haldi áfram en verði minni en undanfarin ár. Fasteignaverð mun því að öllum líkindum hækka á þessu ári einnig, en þó minna en áður og hugsanlega minna en annað verðlag. (Við getum gert úttekt á þessu eftir ár.)

Birnuson, 21.2.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband