19.2.2008 | 21:52
Rúv á villigötum
Það er að mínu mati dapurt að verða vitni að því hvernig kvöld eftir kvöld Ríkisútvarpið að mínu mati bregst skyldum sínum.
Það er ekki apparat til að stjórna þróun málefna hér á landi það er ekki rekið af okkur borgurunum til að skipta um borgarstjóra starf þess er að segja fréttir koma með fréttaskýringar en ekki haga sér eins og spákona á markaðstorgi. Umfjöllun um borgarmálefni eru síðan langt frá því að vera hlutlaus svo jafnvel hörðum andstæðingum núverandi meirihluta finnst nóg komið.
Á meðan allt snýst um Villa þá líða hjá miklu alvarlegri mál sem varla er minnst á eins og hvað hafa lífeyrisrissjóðir landsmanna tapað miklu undanfarið og er einhver ábyrgur fyrir því hvernig gengur að afnema ellifríðindi alþingismanna af hverju er það ekki búið hversvegna hækkar olía hér í hvert skipti sem eithvað hækkar úti en lækkar síðan aldrei aftur
Verðlagning hjá olíufélögunum er eins og hámarks hitamælir hann mælir alltaf hæsta gildi og fer aldrei niður þó að kólni en enginn segir neitt Er kannski Ruv með sömu samninga hjá einhverju olífélagi eins og 365
Það er af nógu að taka fyrir fréttamenn og eiginlega komin tími til þess að mínu mati að þeir fari að sinna því starfi að greina fréttir og atburði sem að eru að ske í þjóðfélaginu en hætti þessari samkeppni um hver geti eignað sér heiðurinn af því að geta djöflast nógu mikið í einstaklingi sem að orðið hefur á í lífinu djöflast þar til hann hrökklast í burtu úr opinberu lífi.
Það er að vera fyrstur með fréttina sama hvað það kostar.
Svona í framhjáhlaupi það er verið að furða sig á að engin vilji taka við landsliðinu Ég hef lesið fréttir í fjölmiðlum og greinar hér á blogginu um þjálfara td fótboltalandsliðsins. Gæti ástæðan núna fyrir að þvi að enginn vill taka þetta að sér verið sú að menn hafi bera ekki geð í sér að láta það sem skrifað er og sagt um þjálfara á stundum ganga yfir sig og sína fjölskyldu. Það skildi þó ekki hjálpa til
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.