28.11.2007 | 21:25
Latir við uppvaskið
Nú er komin enn ein könnunin um hverskonar auðnuleysingjar við karlmenn erum við vöskum ekki upp tökum ekki til og erum til fás eins nýtir. Það er ekki flóafriður fyrir könnunum um allt og ekkert þessar kannanir virðast oftar en ekki vera gerðar á frekar feminiskum forsendum og rata flestar beint inn á fréttastofu allra landsmanna. Aðrar kannanir fara hljótt enda ekki eins þóknanlegar eins og launakönnun rafvís.
Mig langar til að biðja kannanafræðingana um að gera könnun á því hvernig staða kynjanna innan heimilisins er þegar kemur að eftirfarandi hlutum. Gera við bílinn, færa húsgögnin, fara út með ruslið, skipta um ljósaperur og svo framvegis. Heimilishald er nefnilega töluvert meira en bara að vaska upp og skúra.
Til að forðast misskilning vaskar viðkomandi upp og skúrar með bros á vör
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.