1.11.2007 | 20:53
Flensa og jafnrétti
Það er einkenni þess að vera orðin þroskaður þegar maður fer að taka allskonar pestir aftur. Margar þeirra tilkomnar þegar að barnabörnin smella horvotum kossi á vanga og andlit okkar ein þessara pesta lagði afa i bælið í dag. Sama hvað hann reyndi að fullnægja vinnualkanum í sér komst hann bara ekki útúr dyrum og lagðist aftur i bælið. Þegar leið á daginn og panodil kaffi og leiðindi höfðu hresst skarið við skrölti hann að sjónvarpinu kveikti á því en ekki í og ákvað að horfa á þingfréttir. Eftir smá stund var flensan horfin skilningarvitin vöknuð verið var að ræða jafnrétti sem er hið mesta þarfa mál en það var sama hvað hlustað var umræðan var ekki um jafnrétti heldur meiri réttindi fyrir suma sem hljóta þá að koma niður á réttindum annarra. Ég tek fram að skilyrðislaust á að borga sömu laun fyrir sömu vinnu og það á að ráða fólk óháð því hvaða tól leynast í nærklæðum þeirra. En jafnrétti snýst ekki um að gefa forgang þarna var talað snjallt um að skilda fyrirtæki til þessa og hins og það væri fyrir neðan allar hellur hið kynbundna misrétti sem bundið væri i menningu okkar og gott ef ekki líka erfðir. Nú vinn ég á vinnustað þar sem að konur koma lítið við sögu og hef í raun unnið þannig vinnu alla æfi vinnu sem er fólgin i líkamlegu álagi og vinnu sem krafðist langrar fjarlægðar frá fjölskyldu og vinum. Verður það þannig í jafnréttinu að konur verða beittar lögum til að sækja um þess háttar vinnu þar á ég til dæmis við sjómennsku. Þar er launajafnræði. Ég held ekki því að mín skoðun eftir að hafa hlustað á umræðurnar er að þetta snúist um forgang kvenna aðallega menntakvenna að bitlingum og stjórnunarstöðum í þjóðfélaginu. Hvers vegna jú það mátti ekki ræða launajafnrétti milli kvenna á mismunandi launasvæðum eða annan ójöfnuð sem að gæti tafið frumvarpið sem að mestu snýst að mínum mati um forgang í stjórnunarstöður. Meira um það seinna. Ég gat ekki annað en hugsað þegar ég horfði á þetta að þarna væri allt of mikið af fólki að gera ekki neitt annað en að pexa um hluti alt að því eins og Nero sem að sat og spilaði á hörpu ef ég man rétt meðan Róm brann nær væri að ræða eftirlaunafrumvarp alþingismanna vaxtahækkun Seðlabankans verðlagmál og margt fleira sem hefur jú verið rætt árum saman en ekkert hefur verið gert. I heild var þessi sjónvarpsstund bæði kvöl og pína og afinn mun örugglega mæta í vinnu á morgun jafnvel með 38 stiga hita annars er hætt við að hann kveiki í sjónvarpinu en ekki á því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.