24.9.2007 | 20:25
Hver á að aðlagastt hverjum?
Ráðstefna ungs fólks var haldinn í dag þar sem ungmenni frá ýmsum heimshornum, sem búsett eru á Íslandi, héldu málþing um upplifun sína af íslensku samfélagi, framtíðarsýn sína og annað. Mér finnst athylgisvert að öll umræða sem að ég hef heyrt frá þessu þingi sem og öðrum samkomum þessarar tegundar snýst um hvernig aðlaga megi Íslendinga að aðfluttum minna finnst mér rætt um hvað aðfluttir geta gert til að aðlagast okkur. Þetta er gegnumgangandi í umræðu dagsins í dag það á endalaust að gefa afslátt af þeim skyldum sem fylgja því að vilja vera partur af þessari þjóð skyldum sem ég get ekki séð að séu óréttlátar né íþyngjandi. Ég hef ekki orðið var við það erlendis að íbúar þar legðu sig i líma um að aðlagast mér heldur hef ég einfaldlega orðið að semja mig að þeirra máli og reglum og gert það með glöðu geði og sé ekki annað en að sama eigi að gilda hér. Ég óska hinu unga fólki velfarnaðar hér og að það megi öðlast hér gott líf.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Margir hafa haft á orði að "múslimar" væru hreinlega "hættulegir" vestrænum samfélögum, þessu er ég að mörgu leyti sammála og nefni máli mínu til stuðnings hvernig er tekið á móti múhameðstrúarfólki hér á vesturlöndum. Þessu fólki er ekki ætlað að samlagast því samfélagi, sem það flytur til, heldur eiga þeir sem eru fyrir í því samfélagi að aðlagast þeirra siðum og þjóðfélagsháttum. Gott dæmi um þetta er Svíþjóð, en frá því að Írakstríðið hófst hafa Svíar tekið á móti 100.000 flóttamönnum frá Írak, um þetta er ekki nema gott eitt að segja og mættu fleiri ríki fylgja fordæmi þeirra (svo sem Bandaríkjamenn). En það fylgir böggull skammrifi: Svíar leggja svo mikið á sig við að gera þessum flóttamönnum til hæfis að t.d til að styggja ekki múslimana eru margir skólar í Svíþjóð búnir að taka svínakjöt af matseðlinum og það er verið að endurskrifa nokkrar námsbækur svo þær séu múslimum þóknanlegar. Hvað næst? Ekki er það ætlunin að skella allri skuldinni á múslima að sjálfsögðu er sökin að nokkru leiti okkar vesturlandabúa, að við sýnum þessu liði ekki nokkurt umburðarlyndi, þannig að ef þeir flytja á okkar menningarsvæði verða þeir bara að taka upp okkar lífshætti og aðlagast okkar þjóðfélag, ég veit ekki til að neinn afsláttur sé gefinn í þeirra löndum ef vesturlandabúi flytur til þeirra landa. Í framtíðinni vil ég geta farið í Bónus og verslað skinku og hamborgarahrygg í Fjarðarkaupum.
Jóhann Elíasson, 28.9.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.