Er ekki allt í lagi eða hvað?

Þjóðhagslega hagkvæmt er að hætta þorskveiðum segir Hagfræðistofnun það fara jú einhverja 200 til 250 smá útgerðir á hausinn og miðað við vísitölufjölskylduna er það ca 6 til 700 manns og hvað með það þetta er hagkvæmt. Ég mælist til þess að einhver reikni út hvort ekki sé hagkvæmt að leggja niður Hagfræðistofnun og flytja hana til þeirra byggðarlaga sem verst út úr niðurskurðinum. Ég tel að það eigi að fara eftir niðurstöðum Hafró núna og næstu tvö þrjú árin og ef að ekki verður bætt ástand í veiðistofni þorsk að þeim tíma loknum þá á annað hvort að leggja batteríið niður eða segja upp fræðingunum sem reiknuðu skakkt. Það er allt of lítið um það að vitringarnir fái að taka pokann sinn ef að þeir gera vitleysur. Verkamaður klúðrar skurði og fær að fjúka vitringarnir leika sér með heila þjóð og eru sjaldnast að taka mark á gjörðum sínum ef rangt er reiknað þá er oftar en ekki einhverri óþekktri skekkju í forrtiti um að kenna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband