24.6.2007 | 15:51
Umhverfisspjöll?
Einn af kostum þess að búa hér a landi að mati bloggara er að það eru næstum engin h.... tré að eyðileggja hið íðilfagra Íslenska útsýni. Einnig hefur maður sjálfdæmi um að geta bæði starað og migið upp í hvassa Íslenska suðvestanátt sem ekki er brotin niður í dróma af trjám. I dag grafa menn holur út um mýrar og móa og stinga þar niður trjávöndlum til að kolefnisjafna sjálfan sig og aðra. Oft er þar sama fólkið sem heldur ræður um að við verðum að skila landinu óbreyttu til næstu kynslóða ?? er skórækt ekki breyting á landinu ? þarf ekki að setja skógrækt í umhverfismat. Undirritaður kann allavega vel við skógleysið og óbeislaðan vindinn sem að fylgir því og hugnast ekki hin nútíma aflátsbréf sem alltaf er verið að finna upp og oftar en ekki til að skapa einn enn atvinnuvegin fyrir sívaxandi fjölda fólks sem að hefur menntast til að hafa vit fyrir öðrum og þá yfirleitt þeim sem að menntast hafa til að brúka hendurnar til sköpunarverka.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góður punktur. Ég neita því ekki að mér finnst gaman að ráfa um skóga í skjóli rökkurs og rigningar, en um allt talið um kolefnisjöfnun að undanförnu gildir annað. Hugsa að það séu aðeins auglýsingar og markaðssetning fyrir bílasala og innflytjendur, ekki síður en smá "plástur á meiddið" sem umtal um mengun hlýtur að valda þeim. Einskonar yfirlýsing þess efnis að "við erum ekki alslæmir þó við reynum að selja öllum meðlimum fjölskyldunnar bíla".
Sigurður Axel Hannesson, 24.6.2007 kl. 16:30
Eg stið þessa kenningu þina heilshugar/Eg hefi ekki gaman að þvælast i skógum,utsynið má ekki bera af þessu skaða/vona bar að Þessir vitringar fari aki að planta þessum skógi við vegina til að byrgja utsynið/svo þetta með þessa fræðinga sem eru bar að læra það að hafa vit fyrir öðrum áð er gullmoli!!!!Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 24.6.2007 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.