9.6.2007 | 21:17
Skildi nefið á þeim lengjast
Ég vildi að allir væru eins og spýtustrákurinn Gosi svo að sæist hvenær menn segðu ekki alveg satt.
þá væri gaman að horfa á fréttirnar. Á stöð tvö i kvöld var frétt um það hvernig erlent vinnuafl bjargar ferðaþjónustunni og ómögulegt að fá Íslenskt starfsfólk til starfa http://www.visir.is/article/20070609/FRETTIR01/70609050 Íslenskt starfsfólk sem að þessi grein vildi svo gjarnan ráða. Ég tek undir með þessum ágætu aðilum skortur á Íslensku vinnuafli er orðið alvarlegt mál sem á eftir að skila sér í lægra þjónustustigi og lækkandi launum vegna erfiðleika erlendra með tjáskipti og græðgi innlendra. Ég veit af stað í ferðaþjónustu þar sem að síðustu fjórar vikur hafa tveir Íslenskir starfsmenn fengið pokann sinn og í fljótu bragði séð einungis til þess að rýma fyrir öðru vinnuafli. Mikið væri nú gaman að sjá fréttatilkynningu frá viðkomandi verkalýðsfélagi um þessi mál en því miður virðist sú hreyfing alveg steindauð. En eins og fyrirsögnin segir þá leyfi ég mér að efast um að viðkomandi forsvarsmenn hafi talað frá hjartanu í kvöld
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Athugasemdir
Ætlaði bara að segja................ Gleðilegan þjóðhátíðardag
Margrét St Hafsteinsdóttir, 17.6.2007 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.