Nú er rétti tíminn

Ég hef alltaf talið að Davíð viti sínu viti og tekið mark á honum. Í dag ítrekaði hann það að það yrði að fara varlega í að rétta hlut barnafólks og miklu skipti að finna rétta tíman til aðgerðanna. Mér fannst að fréttamaðurinn sem að spjallaði við hann brygðist skyldu sinni þegar að hann benti ekki seðlabankastjóra á það að nú hlyti að vera rétti tíminn. Ég trú því allavega ekki að stjórn peningamála á landinu hafi hækkað laun sinna manna óháð ástandi í efnahags málum hér. Svo áfram nú stjórnvöld og réttið hlut barnafólks nú er rétti tíminn til að grípa til aðgerða. Svo má spyrja hvað ætli 2.400.000,- á ári geti rétt hag margra bágstaddra foreldra. Mörgum þætti allavega gott að fá tvöföld árslaun í launahækkun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband