I am from Hafnarfjörður

Verð að deila þessu með öðrum finnst það lýsa ástandinu hér svo vel.  Á föstudag gekk maður inn í fyrirtæki hér í bæ með það í huga að sækja um vinnu. Þar sem að hann stóð þar vindur sér að honum eigandi fyrirtækisins og segir á Engilsaxnesku What do you want. I want job var svarið.
Eftir smá umræður á Engilsaxnesku spyr atvinnurekandinn " are you from"  " O I am from Hafnarfjörður. O You live in Hafnarfjörður, No I am from Hafnarfjörður. Yes but were are you from in the beginning. Hafnarfjörður var svarið. Það var löng þögn þar sem að þeir horfðu á hvorn annan þangað til atvinnurekandinn sagði aaa svo þú ert héðan úr bænum. Já svaraði hinn.  Þarf ekki að taka fram að maðurinn var ráðinn á staðnum enda samtyngdir starfsfélagar ekki á hverju strái í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband