13.10.2015 | 17:16
Keilukast
Það virðist ef maður les það sem skrifað er um þessar umræður að fæstir Alþingismenn hafi haft fyrir því að lesa greinagerðir framleiðenda þar sem fjallað er um reglugerðarbreytingar og annað sem að þessum málum snúa. Heldur er farið í enn eina vinsældarkeppnina þar sem skautað er nett yfir völlinn. Auðvitað á ill meðferð ekki að þekkjast en hafi einhver brugðist í þessu máli er það matvælastofnun sem að þá hefði átt að loka ef ekki var farið eftir reglugerðum. En nenni maður að lesa það sem hefur verið skrifað um málið þá má skilja það að ekki sé langt síðan reglugerð var breytt og verið sé að vinna sig í átt til hennar.
Maður hlýtur að gera þá kröfu til fulltrúa á Alþingi að þeir lesi um allar hliðar mála og tali um þau yfirvegað og af þekkingu.
Birtum lista yfir skussana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Málefnaleg umræða á Alþingi er eins fjarlæg og........tja, ég veit hreinlega ekki hvað. Hvers vegna er tíma Alþingis sóað í svona umræðu? Þingið hefur akkúrat ekki neitt með þetta að gera, heldur steingelt reglugerðafarganið í daunillum eftirlits og tilskipunarstofnunum ríkisins, þar sem ekki nokkur skapaður hlutur virðist virka, annar en að greiða laun til óþarfa blýantsnagara. "Kerfið" er orðið svo fúlt og rotið, að það er farið að éta sig sjálft, innan fá.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
Halldór Egill Guðnason, 13.10.2015 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.