5.10.2015 | 12:02
Að líta í eigin barm
Fréttaflutningur undanfarið hlýtur að vekja athygli allra sem að reyna að afla sér upplýsinga frá fleiri hliðum en einni.
RÚV og aðrir miðlar þar á meðal MBL dæla í okkur upplýsingum um hvað Rússar eru vondir en við alt umvefjandi verndarenglar. Það er hin vestrænu ríki sem spyrða sig saman í ESB og Nato.
Staðreyndin er sú að við erum ekkert betri en aðrir, aðgerðir sem við styðjum hafa valdið stór hörmungum og í raun ættum við samkvæm sjálfum okkur að setja viðskiptabann á okkur sjálf.
Assad er vandamálið segja þeir sem leystu vandamálið í Líbíu með því að bylta Gaddafi en leystist eitthvað vandamál ástandið er verra á eftir og Sýrland er alveg sama sagan.
Guð forði veröldinni frá vandamálalausnum vesturlanda.
Rússar samkvæmt fréttum virðast bara sprengja hófsama uppreisnarmenn í loft upp þá virðist skoðað á sama máta að okkar menn einbeita sér að árásrum sem beinast að brúðkaupum, þorpshátíðum og nú síðast spítölum.
Það er ekki hægt að styðja svona og við eigum að stíga það skref að yfirgefa Nato og fara að stunda sjálfstæða utanríkisstefnu.
Hætta starfsemi í Kunduz | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Leystist eitthvað vandamál þegar Saddam Hussain var steypt af stóli ? Mér sýnast öll vandamál sem núna eru að steypast yfir okkur á vesturlöndum megi rekja til þeirra mistaka sem bandaríkjamenn einir bera ábyrgð á, með hernaðaraðstoð nokkurra ríkja, með innrásinni í Írak.
Stefán Þ Ingólfsson, 5.10.2015 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.