25.4.2007 | 21:18
Stöðugleiki?
Mikið er talað um stöðugleika um þessar mundir. En er verið að tala um stöðugleika. Það virðist að sá stöðugleiki sem stefnt sé að sé sá stöðugleiki sem fellst í að minnstakosti 5000 manna atvinnuleysi. Kannski að ég misskilji þetta orð og ekki sé um að ræða þann stöðugleika sem er fólgin í nægri atvinnu og getu til lifa mannsæmandi lífi.Heldur þann stöðugleika sem fellst í því að þurfa að lúta í gras og láta ganga yfir sig hluti sem ekki kæmu til greina ef að næg atvinna væri. Það sem mér finnst þó athylisverðast er að þeir flokkar sem áður gengu framm til verndar verkafólki ganga nú harðast framm í kröfum um stopp og stöðnun. Sennilega nær skammtíma minnið ekki aftur til 2003, 2004 eða þá til áranna eftir 1990. Þá ríkti hér stöðugleiki þó voru ýmsir kvillar honum fylgjandi eins og til dæmis gjaldþrot og önnur óáran. Það er nefnilega örmjó lína á milli stöðugleika og stöðnunar. Og séu til tveir stöðugleikar það er stöðugleiki nægrar atvinnu og getu til að standa við sitt og síðan stöðugleiki stöðnunar þá kýs ég mun frekar þann sem að skapar vinnu og viðunandi afkomu. Og mér finnst rangt að nota þetta orð um stefnu sem að hefur það markmið að viðhalda hóflegu atvinnuleysi. Atvinnuleysi getur aldrei verið hóflegt fyrir þá sem að eru atvinnulausir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.