Hvað er eiginlega að

Eftirfarandi setning vakti athygli mína  " með þessu orðalagi væri verið að stuðla að því að konur yrðu bundnar yfir börnum sínum og færu síður út á vinnumarkað"  Er það ekki mannréttindi að fá að vera heima hjá börnum sínum. Er víst að það yrðu konur sem yrðu heima hjá börnunum það gerist á algengara með hækkandi tekjum kvenna að karlar velja að vera heima þegar um veikindi er að ræða, þetta er staðreynd úr iðnaðinum. Fyrir þá sem ekki vita þá er það sá hluti atvinnuveganna sem er í samkeppni við erlent vinnuafl. Mér finnst sú hugmynd frábær að foreldri geti haft það val að vera heima hjá barni sínu og því styð ég að fé fylgi barni. Ég hef þá trú að mörg okkar tækju því fegins hendi að geta eitt meiri tíma með börnum okkar í stað þess að vinna myrkrana á milli


mbl.is Miklar umræður um skólamál á landsfundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

alveg sammála þessum skrifum þínum!

Rakel (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Elías Theódórsson

Þetta snýst um mannréttindi, jafnrétti og frelsi til að velja. Ég naut þess og nýt að ala upp mín börn án aðstoðar uppeldisstofnanna. 

Elías Theódórsson, 15.4.2007 kl. 13:11

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er rétt Elías að það er fátt eins gefandi eins og að ala upp börnin sín og ég tel það forréttindi að hafa haft tækifæri til þess þó að það sé hvorki einfalt né létt að vera einstæður uppalandi. En það er mannbætandi

Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.4.2007 kl. 13:23

4 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Mér finnst að ef foreldrar vilja vera heima hjá börnum sínum á meðan þau eru á þessum svo kallaða leikaskóla aldri ættu þau að fá styrk til þess.  Karlmenn eru jafn góðir uppalendur og konur og elska börnin sín ekkert síður. Margir karlmenn hefðu örugglega gaman að því ekkert síður en konur að vera heima hjá börnunum á meðan þau eru lítil

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.4.2007 kl. 22:53

5 Smámynd: Elías Theódórsson

Kíkið á www.homeschool.com

Elías Theódórsson, 16.4.2007 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband